Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1992, Page 50

Ægir - 01.01.1992, Page 50
42 ÆGIR 1/92 Búrfiskurinn hrygnir á veturnar. Hinn raunverulegi hrygningartími er stuttur, fer ekki yfir 3 vikur. Við Nýjasjáland fer hrygning fram á tímabilinu júní til ágúst í 700-950 m dýpi en við Ástralíu frá maí- lokun til miðs ágúst á 750-950 m dýpi. Tímasetning hrygningar er nokkuð ákveðin á hverjum stað en hún getur verið lítilsháttar breyti- leg eftir svæðum. Athuganir hafa sýnt að torfur geta verið á hraðri ferð á hrygningatímanum og ferð- ast allt að 20 km á sólarhring. Að- skilnaður kynja er algengur á hrygningatíma, innan samankom- ins hrygningarstofns. Hængar virðast koma á undan hrygnum á hrygningarsvæðið og halda sig ofar í sjónum yfir hrygningartím- ann. Þeir eru einnig í meirihluta í lönduðum afla, allt að 70%. Ný- hrygndur fiskur heldur til á hrygn- ingarslóðinni í 1-3 vikur. Það er hins vegar ekki vitað hvaðan búr- fiskurinn kemur inn á hrygningar- slóðina, né heldur hvert hann fer að lokinni hrygningu. Um 95% búrfisks í afla veiði- skipa er 30-40 sm langur, stand- ard lengd (SL)2), burtséð frá ein- staka tíma- og staðbundinni veiði, og vegur fiskurinn þá um 1,5 kg. Hjá hængum er mest um 34-35 sm SL langan fisk en 35—37 sm SL hrygnur. Sjaldan finnst stærri fiskur en 48 sm SL. Þó er þekkt eitt tilfelli frá afskekktum stað þar sem lengd og þyngd reyndist mun meiri en áður var getið en afli þar var mjög lítill og togskilyrði erfið. Hrygnur verða kynþroska um 33 sm SL en hængar um 35 sm SL. Flestir álíta að fiskurinn sé orðinn um 20 ára, þegar hann verður kynþroska. En sumum ber mikið í milli. Þannig álítur einn búrfiskinn 2) Standard lengd er mæld frá snjáldri til enda styrtlu. Heildarlengd er mæld frá snjáldri til enda sporðugga. Sú lengd er oftast notuð í Evrópu. verða kynþroska þegar hann er um 15 ára og 30 sm SL langur en annar að hann verði það ekki fyrr en um 25 ára. Öll kynþroskastig spanna stórt lengdarbil. Hver hrygna framleiðir um 22000 egg/ kg af þyngd fisksins, sem er heldur lítil viðkoma borið saman við ýmsa aðra fiska af svipaðri stærð. Rannsóknir hafa sýnt, að hluti kynþroska fisks, hrygnir ekki á hverju ári. Viðkoman hans er því tiltölulega lítil og nýliðun eftir því eins og áður var getið. Mjög lítið er vitað enn sem komið er um afdrif eggja og seiða. Eggin eru sviflæg og tiltölulega stór (þvermál 2.0-2.5 mm). Fjöldi búrfiskseggja hefur fengist í yfir- borðslögum sjávar yfir hrygningar- svæðunum. En ekki hafa fundist nema 2 seiði fram til 1990 og að- eins fáir smáfiskar þ.e. 10-15 sm SL. Engar upplýsingar liggja fyrir um rek seiða og þroska þeirra, en talið er að seiðatímabilið sé um 7-10 mánuði. Rannsóknir á kvörnum úr smá- fiski (< 10 sm SL) benda til óvenju- lega hægs vaxtar. Eftir þriggja ára vöxt er meðallengdin 7,6 sm SL. Hámarksaldur getur farið upp í 50 árað þvísumirteljaogjafnvel 100 ár er haldið fram af öðrum. En hingað til hefur ekki verið unnt að sannreyna neina aldursgreiningu. Það hefur reynst auðveldara að rannsaka fæðu búrfisks heldur en ýmissa annarra djúpsjávarfiska, eins og t.d. karfa og blálöngu, vegna þess, að maginn úthverfist ekki þegar fiskurinn er dreginn upp. Búrfiskurinn er „alæta" sem etur bæði botn- og sviflæg dýr, og virðist vera gráðugur, því í maga hans hafa fundist lífverur sem voru lengri en hálf lengd fisksins. í fæðu hans hafa fundist margar teg- undir af djúpfiskum, smokkfiski og krabbadýrum sem öll hafa það sameiginlegt að hafa Ijósfæri. Ekki er útilokað að búrhvalur éti tölu- vert af búrfiski. Nokkuö um veiðarfæri og vinnslu Ýmsar gerðir vörpu hafa verið not- aðar við veiðarnar á búrfiskinum. Nefnd hafa verið Cosalt Stella varpa og Alfredo nr. 3 botntroll svo og Engels botntroll með hárri opnun og 56 m höfuðlínu. Not- aðir voru yfir 900 fm af 14 mm vír á dýpi yfir 550 fm þ.e. tæplega tvöfalt. Nú mun vera farið að nota gildari víra. Búrfiskurinn er aðallega verk- aður á 2 mismunandi vegu, hann er hausaður, slægður og frystur um borð eða að framleidd eru roð- og beinlaus flök. Sú framleiðsla gefur 22-39% (að jafnaði 30%) nýtingu í beinlausum flökum af fiski sem er 22—46 sm SL að lengd. Úrgangurinn er hakkaður og honum fleygt. Á það hefur verið bent, að þessi úrgangur gæti gefið verðmætt lýsi, þar sem það er um 18% af þyngd fisksins. Búrfiskur við ísland Við eigum það Hermanni Krist- jánssyni, skipstjóra, að þakka að við fengum tvö sýni af búrfiski sem veiddur var á djúpu vatni suður af landinu. Það gerði okkur kleyft að safna nokkrum líffræðilegum upp- lýsingum um þennan fisk við ísland. Þetta voru tvö sýni(10 og 9 fiskar), annað frá því í mars en hitt í nóvember 1991. Fiskurinn var mældur, veginn, kyngreindur og kvörnum safnað og magainnihald skoðað. Lengdardreifingin reyndist frá 52-62 sm (43-51 sm SL), en meðallengdin var 56.58 sm (46,3 sm SL). Hrygnur voru stærri en hængar. Meðallengd þeirra var 58.75 sm (48.06 sm SL) en meðal- lengd hænga var 55,00 sm (44.99 sm SL). Fiskur stærri en 60 sm var eingöngu hrygnur. Meðalþyngd hrygnanna var 3.43 kg en hæng- anna 2.73 kg. Kynþroskastig búrfisksins var

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.