Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1992, Síða 56

Ægir - 01.10.1992, Síða 56
552 ÆGIR 10/^2 farshúsi eru fimm tveggja manna klefar og aftast er hlífðarfatageymsla með salernisklefa. Bakkaþilfar: Fremst í þessu rými er ókæld matvæla- geymsla (s.b.-megin) og þvottahús. Þar fyrir aftan, s.b.-megin, er eins manns klefi, íbúð yfirvélstjóra, skipt í setustofu, svefnklefa og snyrtingu; eldhús og borðsalur aftast. B.b.-megin ereins manns klefi, íbúð skipstjóra, skipt í setustofu, svefnklefa og snyrtingu; tveir eins manns klefar og aftast sjúkraklefi. Fyrir miðju í þessu rými eru matvælageymslur (kælir og frystir) og setustofa, samtengd borðsal, svo og salern- isklefi. íbúðir eru einangraðar með 150 mm steinull og klæddar með plasthúðuðum plötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými): Framan við skutrennu eru tvær vökvaknúnar fiskilúgur, sem veita aðgang að tvískiptri fiskmót- töku, aftast í fiskvinnslurými. I efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka. Fiskmóttaka er klædd með ryðfríu stáli, og henni lokað vatnsþétt að fram- an með þili, sem á eru tvær vökvaknúnar fiskilúgur til losunar. í skipinu er búnaður til heilfrystingar á bolfiski, karfa og grálúðu með tilheyrandi búnaði, aðgerðar- vélum, geymslu- og þvottakörum, færiböndum, vog- um, pökkunaraðstöðu o.fl. Færibönd, kör o.þ.h. eru frá Carnitech A/S. Framan við móttöku er færibandakerfi, sem flytur að slægingar- og hausunarvélum sem eru fjórar tals- ins þar fyrir framan. Frá þeim flyst aflinn með tröppufæriböndum í þrískipt geymslu-/flokkunarkar, með vökvaknúnum lúgum til losunar. Færibanda- kerfi flytur aflann frá geymslukari að þvotta- og litun- arkari b.b.-megin, og frá því með færibandakerfi að flokkara (flokkunarborði með vigt), vigtarborði og þaðan með færibandi að frystum. Eftir frystingu fara afurðir í pökkun, að bindiaðstöðu og að lúgu fyrir fermingu. í skipinu eru eftirtalin fiskvinnslutæki: Tvær Baader 159 slægingar- og hausunarvélar fyrir bolfisk, ein Baader 162 slægingar- og hausunarvél fyrir bolfisk, ein Baader 424 hausunarvél fyrir karfa og grálúðu, tvær Marel tölvuvogir og ein Strapack bindivél. Frystitækjabúnaður er frá Kværner og eru í skipinu sjö 23 stöðva lóðréttir plötufrystar af gerðinni KKV4- 24-100, afköst 7.5 tonn á sólarhring hver. í skipinu er ísvél frá Svalbard af gerð SVA DW/S4, afköst 4 tonn á sólarhring, staðsett í klefa b.b.-megin á vinnsluþilfari, ásamt ísgeymslu. Vinnslurými er einangrað með polyurethan og klætt með plasthúðuðum krossviði. er Fiskilest (frystilest): Lestarrými undir aðalþilfari er um 600 m3 °8 lestin gerð fyrir geymslu á frystum afurðum (-30 ^ Lestin er einangruð með polyurethan og klædd nie krossviði með glertrefjahúð og kæld með kælile' um í lofti lesta. í lest er færiband til að flytja afuróir- Eitt lestarop er aftast á lest, s.b.-megin, með lLIFu hlera á karmi, en auk þess eru smálúgur fyrir fenl1 ingu og niðurgöngu. Á efra þilfari, upp að lestarWe á neðra þilfari, er samsvarandi losunarlúga svo og 1 bakkaþi Ifari. Fyrir affermingu er losunarkrani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþð' kerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag (HydraU^r Espanola) og er um að ræða tvær togvindur, 'I grandaravindur, tvær hífingarvindur, bobbingavin^ og tvær hjálparvindur afturskips. Flotvörpuvinda 0 Séð fram eftir togþilfari skipsins. Ljósmynd: Tæknideild / ER.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.