Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 8
222 Tímarit l'óyf ræöinga setaefni eða fleiri fá fleiri atkvæði en nokkurt annað, en jafn mði'g innbyrðis. Ætla verður, að þá skuli hæstiréttur, slcv. 11. gr. laga nr. 36 1945, með hliðsjón af 119. gr. kosn- ingalaga 80 1942, varpa hlutkesti um það, hver hljóta skuli kosningu, og fái sá, er ofan á verður, kjörbréf. 8. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar, sbr. 6. gr. stjskr. Kjördagur er nánar ákveðinn í lögum nr. 36 1945, 3. gr., þar sem segir, að forsetakjör skuli fara fram síðasta sunnudag í júnímánuði fjórða hvert ár. Nú deyr forseti eða lætur af störfum áður en kjörtima hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu, sbr. 7. gr. stjskr., og ákveður for- sætisráðherra þá kjördag innan árs frá því, að embættið varð laust, sbr. 3. gr. laga nr. 36 1945. Er í lögunum ber- um orðum tekið fram það, sem augljóst er skv. stjskr., að hið nýja kjörtímabil miðast við þá kosningu, og er ætlazt til, að það verði sem næst fjórum árum. Vitanlega er ætl- unin sú, að forðast sé að 'hafa forsetakosningar að vetrar- lagi, og á það að vera auðvelt, þar sem fresturinn er svo langur. IV. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi ann- að, en þjóðskjalasafnið hitt, sbr. 10. gr. stjskr. 1) Ekki er alveg öruggt, undir hvers úrskurði það er komið, hvort forseti skuli vinna eið eða drengskaparheit. Sennilegast er, að þetta sé eingöngu komið undir ákvörð- un hans sjálfs, en hugsanlegt væri þó, að fara beri eftir þeim almennu reglum, sem um slíkar staðfestingar gilda almennt, og er þá eðlilegast að fylgja fyrirmælunum í 134. gr. einkamálalaganna nr. 85 1936, og mundi þá hæstiréttur ákveða þetta. 2) Ef forseti fengist ekki til að vinna eið eða dreng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.