Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 27
Frá hxstarctti janúar—júní 1951
241
dómi, ef bendingum dómarans hefði ekki verið nægilegur
gaumur gefinn.
(Hrd. 11/4).
Úrskurður ómerktur, með því að þar voru hvorki
greindir aðiljar málsins né kröfur þeirra og málsatvikum
og málsástæðum eigi nægilega lýst, og því eigi gætt ákvæða
2. málsgr. 190. og 4. málsgr. 193. gr. laga nr. 85/1936.
Sýnir þetta, að enn, jafnvel nú eftir 15 ár, er misbrestur
á rækslu á ákvæðum einkamálalaganna.
6. Málflutningsmenn. Skjöl (hrd. 20/4).
1 máli milli A og B hafði C hrl. látið fara fram yfirmats-
gerð og skoðunar. Með því að henni var mótmælt af hálfu
andstæðings málflutningsmannsins, þá lét hann tvo mats-
mannanna staðfesta gerðina fyrir dómi í Reykjavík, en
þriðji matsmaðurinn var þá kominn til Svíaríkis. Fyrir því
þurfti C að fá matsgerðina, sem virtist hafa verið í vörzl-
um andstæðingsins, til þýðingar á sænsku, en inn síðar-
nefndi sinnti því ekki, að sögn C. Nokkru síðar hafði C þó
borizt eftirrit af matsgerðinni, en það taldi hann ófull-
nægjandi. Þess vegna tók han frumritið á dómþingi fyrir
allra augum, að hans sögn, en dómari og andstæðingur C
neituðu því, að þeir hefðu orðið varir við það. Fyrir þetta
var C með úrskurði gert að greiða 300 króna réttarfars-
sekt samkvæmt 188. gr. laga nr. 85/1936. Hæstiréttur
taldi það að vísu ámælisvert, að C tók skjalið með þeim
hætti, sem sagt var, en með því að hann átti rétt til skjals-
ins, sem ekki hafði verið eign dómsins, sbr. 43. gr. laga nr.
85/1936, C var nauðsynlegt að fá skjalið og andstæðingur
hans tregðaðist við að láta það af hendi, þóttu ekki efni
til þess að refsa honum fyrir þessa háttsemi hans.
Málflutningsmenn. — A'ðild ('hrd. 17/1).
Prófdómendur höfðu samkvæmt 2. málsgr. 14. gr. laga
nr. 61/1942 kveðið svo á, að sjó- og verzlunardómsmál
nokkurt væri á því stigi, er cand. jur. E tók við því,