Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 44
258 Tímarit lugfr.vfíinga sjóðnum til 20 ára með vöxtum og' afborgunum samkvæmt lögunum, enda yrðu tilteknir hlutar lánsins A- og B-lán. Hæstiréttur segir, að af hendi sjóðsstjórnarinnar hafi ekki verið bent á fullgild rök fyrir lánssynjuninni, með því að verja skyldi því fé, sem sjóðsstjórnin réð yfir, eftir því sem það hrökk til og á sem hagkvæmastan hátt, til lánveitinga samkvæmt lögunum. Samt sem áður var sjóðs- stjórnin sýknuð af kröfum H, með því að ákvæði laganna veiti honum ekki rétt til láns krafðrar fjárhæðar og með inum tilteknu skilmálum. Kostnaðarverð skipsins virðist ekki hafa verið ákveðið og sjóðsstjórnin hafði því ekki átt kost á að ákveða láns- fjárhæð, enda yrði ekki heimtað af henni lán til 20 ára, og eigi yrði henni einhliða gert að veita tiltekna fjárhæð A- eða B-lána. 2. Fjallskil (hrd. 27/4). Eftir að hreppsnefndin í H-hreppi hafði látið tvísmala afrétt hreppsins kom það í ljós, að á tilteknum stað í af- réttinum var ær með tveimur lömbum, sem utanhrepps- maður einn (A) var talinn eiga. A fór þess á leit, að hreppnefndin léti sækja kindurnar á kostnað hreppsins, en hreppsnefndin taldi sér það óskylt, með þvi að hún hefði fullnægt skyldu sinni um afréttarsmölun. Sótti A því sjálfur kindurnar, en sendi hreppnum því næst reikn- ing yfir kostnað af förinni. Enda þótt meiri hluti sýslu- nefndar, sem krafan var borin undir, ályktaði, að hrepps- nefnd hefði verið skylt að láta hirða ldndurnar, vildi hreppsnefndin ekki greiða reikninginn. Hæstiréttur leit svo á, að hreppsnefndin hefði látið tvísmala afréttinn óað- finnanlega, og ályktun sýslunefndar væri reist á lagasjón- armiðum, sem ekki fengi staðizt, og henni yrði því ekki jafnað til lögfullrar fyrirskipunar um þriðju leit samkv. til- tekinni grein í fjallskilareglugerð sýslunnar. Veita mátti A að vísu þóknun fyrir ómak sitt úr fjallskilasjóði, enda þótt hann væri utanhreppsmaður, samkvæmt 24. gr. fjall- skilareglugerðar sýslunnar, en engin ákvörðun hafði verið tekin þar um. Hreppurinn var því sýknaður af kröfu A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.