Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 17
Um lögkjör forseta fslands 231 nema með atbeina ráðherra. Forseti getur að vísu átt frumkvæði að stjórnarathöfnum, en engar slíkar aðgerð- ir hans hafa stjórnskipuleg áhrif, nema hann fái ráðherra til að ábyrgjast þær með sér. Hinsvegar kann svo að fara, að það leiði stundum til stjórnarskipta, eða a. m. k. að einstakir ráðherrar láti af störfum, ef þeir vilja ekki fara að óskum forseta um þessi efni. Ef forseti getur fengið annan ráðherra til að taka við og haga málum svo, sem hann sjálfur óskar, er það stjórnskipulega gilt. Forseta er formlega heimilt að neita að samþykkja eða staðfesta hverja þá stjórnarathöfn, sem slíks atbeina hans þarf við um og hann vill ekki fallast á, nema þegar tví- mælalaust er mælt svo fyrir, að tiltekna stjórnarathöfn skuli framkvæma, svo sem um staðfesting stjskl. frv., sem er að öðru leyti löglega samþykkt skv. 79. gr. stjskr. Slíkt frv. er hann skyldur að samþykkja. Sama er um þingrof skv. þeirri grein stjskr., sbr. og 4. mgr. 11. gr. stjskr. En ef forseti hefur ekki samþykki ráðherra til synjunar sinnar, á hann á hættu, að ráðherra segi af sér, og verður forseti þá að sjá um, að annar ráðherra eða eftir atvikum önnur ríkisstjórn fáist. Sérstök ástæða er til að taka fram, að hið skilorðsbundna neitunarvald, sem forseti hefur samkvæmt 26. gi-. stjskr. á nýjum lagafrumvörpum, er háð sömu takmörkum. For- seti hefur að vísu rétt til að synja frumvarpi staðfest- ingar, en það getur leitt til þess, að ráðherra eða ríkis- stjórn segi af sér, og .verður forseti þá að útvega nýja ríkisstjórn til þess, að stjórn ríkisins verði haldið við með löglegum hætti. b. Um skipun ríkisstjórnar er það vafalaust samkvæmt 1. gr. stjskr. og 15. gr., að þó að forsetinn skv. 15. gr. skipi ráðherra og veiti þeim lausn, þá ber honum að gera það í samráði við Alþingi, þannig að ef meiri hluti Al- þingis vill styðja tiltekna menn til ráðherradóms, þá ber að skipa þá. Ef forseti léti þetta undir höfuð leggjast, mundu þeir menn, er í stjórninni sæti gegn vilja Alþingis, tvímælalaust baka sér ábyrgð. Stjórnarathafnir þeirra,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.