Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 21
Um lögkjör foracta lalands
236
Engin ákveðin þátttaka er áskilin í atkvæðagreiðslunni
fremur en við forsetakjör. Einfaldur meirihluti þeirra,
er þátt taka í atkvæðagreiðslunni, nægir til frávikningar
forseta. Vafamál kynni þó að vera, hvernig fari, ef fleiri
greiða að vísu atkvæði með frávikningu en á móti, en
svo margir skila auðu, að meirihluti þeirra, er þátt tóku
í atkvæðagreiðslunni, næst ekki. Eftir venjulegum fund-
arsköpum mundi slík ályktun talin samþykkt, og væri því
rétt að fara eins að hér.
Ef frávikningin er eigi samþykkt, tekur forseti Islands
þegar við störfum sínum, þegar úrslitum hefur verið lýst,
og skal Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosn-
inga. Þetta ákvæði er sett til að draga úr löngun Alþingis
til að gera slíka samþykkt, nema brýn nauðsyn sé til. Ekki
virðist svo sem Alþingi rofni af sjálfu sér, heldur þurfi
beinan þingrofsboðskap forseta um þingrofið, en það væri
embættisbrot af ráðherra að láta undan fallast að hlutast
til um, að slíkt þingrof ætti sér stað.
1 júlímánuði 1951.
Bjarni Benedilctsson.