Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 38
252
Tímarit lögfræöinga
síðastnefndrar fjárhæðar. Var sú krafa hans tekin til
greina í héraði, og skaut lánardrottinn svo málinu til
hæstaréttar.
1 8. gr. laga nr. 22/1950 segir svo:
,,Nú skuldar lántakandi ákveðna upphæð í íslenzkum
krónum vegna kaupa á fasteign eða af öðrum ástæðum,
og skal honum þá þrátt fyrir gengishreytinguna eigi skylt
að greiða skuldina með hærri upphæð en skuldabréf til-
skilur, jafnvel þótt þar sé ákveðið, að skuldin sé háð skráðu
gengi erlends gjaldeyris."
Skuldunautur reisti synjun sína á greiðslu eftir inu nýja
gengi á þessu ákvæði. Hann taldi sig eiga að greiða jafn
margar íslenzkar krónur nú sem áður og vexti eiga að
reikna til íslenzkra króna á inu eldra gengi. Hæstiréttur
tekur það fram, að skuldaskipti aðilja hafi átt rót sína
að rekja til kaupa og sölu íslenzkrar fasteignar og ann-
arrar innanlandssölu verðmæta, og að skiptin lúti því að
öllu leyti íslenzkum lögum. Markmið 8. gr. laga nr. 22/1950
sé að takmarka skuldir vegna kaupa og sölu verðmæta
innanlands fyrir gengisfellinguna við þá fjárhæð í íslenzk-
um krónum, sem miðað var við, er kaup gerðust, jafnvel
þótt skuld hafi verið háð skráðu gengi erlends gjaldeyris.
Kaupverðið hafi verið ákveðið í íslenzkum krónum og
hluti þess þegar greiddur í þeim gjaldeyri. Telur hæsti-
réttur því að 8. gr. áðurnefndra laga taki samkvæmt á-
kvæðum sínum og sjónarmiðum til skuldaskipta þessara,
enda verði ekki talið, að 67. gr. stjórnarskrárinnar (um
friðhelgi eignarréttarins) reisi skorður við því, að almenni
löggjafinn skipi gjaldeyrismálum við gengisfellinguna svo
sem gert er í téðri 8. gr. Héraðsdómurinn var því staðfestur.
Sjálfsagt verður ekki réttilega efast um lögmæti þess-
arar úrlausnar. En um notkun 8. gr. laga nr. 22/1950 í
nokkrum öðrum samböndum má nefna nokkur atriði.
1. Hvernig skal með fara, ef A hefur selt B íslenzka
eign sína fyrir gildistöku laga nr. 22/1950 fyrir tiltekna
dollara-fjárhæð, tiltekna tölu sterlingspunda o. s. frv.?
Skal skuldunautur þá greiða dollarana, pundin o. s. frv.,