Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 20
234 Timarit lögfræðinga En úr því að þetta er ekki berum orðum tekið fram og forseti gæti ekki losnað nema skv. hinni fyrirhafnarsömu aðferð skv. 3. mgr. 11. gr., ef þessi skilningur væri valinn, verður alls ekki litið svo á. Aftur á móti veldur missir kjörgengis, embættisafglöp eða annað slíkt eitt út af fyrir sig ekki stöðumissi. Þar verður að fara svo að sem í þessu stjskr. ákv. segir. 2) Hugsanlegt er, að krafa um frávikning forseta komi fram á Alþingi, ef meiriháttar stjórnmálaágreiningur verð- ur út af störfum forseta, jafnvel þó að hann hafi út af fyrir sig ekkert brotið af sér í starfi sínu. Er m. a. s. mjög líklegt, að skipti forseta af stjórnarmyndun, meiri en Alþingi þætti góðu hófi gegna, gæti leitt til slíkrar kröfu. Þessu ráði verður einnig beitt, ef forseti brýtur af sér í starfi sínu, misbeitir stöðu sinni og gerir sig sekan um refsiverðan verknað utan starfsins, en fæst þó eigi til að segja af sér, missir heilsuna, án þess að vilja góðfúslega láta af störfum o. s. frv. 3) Tillaga um að svifta forseta störfum skal borin fram í Sameinuðu Alþingi og þarf hún ekki nema einnar um- ræðu. Nauðsynlegt er að % hlutar þingmanna lysi beinum stuðningi við tillöguna. Það er ekki nóg, að % hlutar greiddra atkvæða geri það. Jafnskjótt sem Alþingi hefur samþykkt slíka álvktun, verður forseti að láta af störfum um sinn, og taka varamenn hans þá við, svo sem nánar segir í S. gr. stjskr. Eðlilegast er, að um þjóðaratkvæðagreiðsluna væri sett sérstök lög. Á meðan svo er ekki gert, sýnist rétt að fylgja 1. nr. 36 1945, eftir því sem við á. Með hliðsjón af 3. gr. laga nr. 36 1945 er eðlilegast, að forsætisráðherra ákveði, hvenær atkvæðagreiðslan fari fram á þeim tveggja mánaða tíma, sem ákveðinn er. En vel getur svo farið, að hún verði að vera um hávetur, og er það í ósamræmi við það, sem segir um forsetakjör. At- kvæðisrétt hafa hinir sömu og við forsetakjör, sbr. 5 gr. stjskr. Þetta er raunar ekki berum orðum sagt, en liggur í augum uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.