Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 32
246 Timarit lögfræðinga laganna eru úr gildi felldar þrjár eftirlegukindur úr 2. bók Norsku laga, erfðatilskipun 25. sept. 1850, 87.—89. gr. laga nr. 20/1923 um erfðaréttindi hjóna, „svo og öll eldri lagaákvæði, er brjóta í bága viÖ lög þessi.“ Það er skýringaratriði, hvort áðurnefnd 20. gr. laga nr. 87/1947 brjóti í bága við ákvæði laga nr. 42/1949 (2. sbr. 34. gr.) um erfðarétt óskilgetinna barna. Af ákvæðum 2. málsgr. 34. gr. virðist mega leiða það, að um erfð eftir hvern þann, sem andast eftir 1. júlí 1949, skuli fara eftir inum nýju erfðalögum. Nú er sú in mikla takmörkun um erfðarétt óskilgetinna barna, sem gerð var í 3. málsgr. 44. gr. laga nr. 46/ 1921 og 20. gr. laga nr. 87/1947, ekki nefnd í lögum nr. 42/1949, sem þó hefði verið að minnsta kosti eðlilegt, ef ætlazt var til þess, að hún skyldi framvegis gilda um erfð eftir mann, sem átti óskilgetin börn og lézt eftir 1. júlí 1949. P andaðist 24. marz 1950. Um erfð eftir hann hefði því átt að fara eftir lögum nr. 42/1949. Öskilgetin börn hans áttu því arfstilkall í dánarbú hans. Svo leit skiptaráðandi á og hæstiréttur staðfesti það álit. S ekkja P hugði sig aftur á móti einkaerfingja manns síns og sat í búi hans, að því er virtist, án nokkurs atbeina skiptaréttar. Hefur hún nú talið sig eiganda alls félags- bús síns og manns síns, enda gerir hún 21. maí 1950, hér um bil 2 mánuðum eftir lát P, erfðaskrá, þar sem hún ráð- stafar eftir sinn dag öllum eigum þessum. Tveimur dög- um síðar (23. maí s. á) andast hún. In þrjú óskilgetnu börn P kölluðu nú til arfs eftir hann, og rök til þess tilkalls voru þau, að þau hefðu verið skyldu- erfingjar P samkvæmt 2., sbr. 34. gr. laga nr. 42/1949, er hann lézt, með því að gagnkvæma erfðaskráin frá 22. apríl 1918 væri ógild. Var það aðalkrafa þeirra, að þeim yrði úrskurðaður allur búshelmingur P. Þó að erfðaskráin frá 22. apríl 1918 væri ógild að því leyti sem hún gekk alveg fram hjá inum óskilgetnu börn- um P, þá leiddi ekki þar af, að hún yrði ógild með öllu. Þó að óskilgetnu börnin væru talin skylduerfingjar, þá mátti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.