Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 41
Frá hx'fitarctti janúar—jihií 1951 255 vörumerki, sem er áttstrend stjarna, og nafn verlcsmiðj- unnar í boga ofan við stjörnuna. Annar aðili notaði flösk- ur með áðurnefndum merkjum, sem verksmiðjan hafði áður notað, en hafði sorfið burtu nokkurn hluta vöru- merkisins, máð bókstafina að nokkru leyti, og voru þó sumir þeirra enn læsilegir, og ekki snert við stjörnunni. Þrátt fyrir þessar breytingar var talið, að flöskurnar gætu gefið ótvíræða bendingu um, að þær með innihaldi sínu væru frá verksmiðjunni. Aðili var því talinn hafa gerzt brotlegur við 14. gr. laga nr. 43/1903, um vörumerki, og 9. gr. laga nr. 84/1933, um varnir gegn óréttmætum verzl- unarháttum. 5. Firma (hrd. 14/2). Með reglugerð nr. 205/1943, 3. gr. 15. tölul., var ákveðið, að ljósprentun skyldi talin iðn. Síðan árið 1943 hafði fyrir- tækið „Lithoprent" rekið ljósprentunarstofu, og virðist fyrirtækið hafa farið að öllu löglega með þá starfsemi. Árið 1945 var fyrirtækið „Offsetprent h/f“ stofnað og tilkynnt til hlutafélagaskrár. Samkvæmt skýrslum þeim, sem fram komu í málinu, fellur svonefnd „offset“prentun undir hugtakið ljósprentun. „Offsetprent h/f“ rak starf- semi sína án þess að það hefði nokkurn mann með meist- araréttindum í þjónustu sinni, og voru stjóxmendur þess dæmdir til sekta 24. júní 1946 fyrir það brot á ákvæðum iðnaðarlaga. Eftir þetta sýnist fyrirtækið ekki hafa rekið ljósprentun, nema um 9 mánaða tírna á árunum 1948 og 1949, og er ekki talið hafa í þjónustu sinni mann með meistararéttindum eftir upphaf máls þessa. „Lithoprent“ höfðaði mál samkvæmt 6. gr. laga nr. 42/1903 og krafðist þess, að „Offsetprent h/f“ yrði dæmt óheimilt að nota heitið “Offsetprent" og það yrði dærnt, að viðlögðum dagsektum, til þess að láta má nafnið af hlutafé- lagaskrá Reykjavíkur. Kröfu þessa reisti „Lithoprent“ á 9. gr. laga nr. 84/1933 um óréttmæta vei-zlunarháttu og 10. gr. laga nr. 100/1938 um iðnaðarnám, er þá voru í gildi. Kröfur „Lithoprents" voru teknar til greina, og voru til þess færð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.