Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 37
Frá hæstarétti janúar—júní 1951 251 ar, að fullveðja mönnum sé heimilt að ráðstafa í lifanda lífi, þannig að bindandi sé, öllum eignum sínum, sem sér- stök bönd hvíla eigi á, og geti það ekki ráðið úrslitum, hvaða hugmyndir S kunni að hafa haft um banamein sitt. Taldi meiri hlutinn því heimildarlaust að ónýta þá ráðstöfun, sem S gerði með kaupmálanum. Lagalega virðist þessi niðurstaða ekki verða véfengd, þó að freistandi hafi verið frá siðferðilegu sjónarmiði að ónýta kaupmálann. FJÁRRÉTTINDI. 1. Gengisálcvæði í veðskuldabréfi (hrd. 31/5). Árið 1947 seldi K S fasteign sína og vörur fyrir rúm- lega 700 000 krónur. Greiddi kaupandi þegar 270 000 krón- ur og 18. okt. s. á. gaf hann út skuldabréf fyrir eftirstöðv- unum, kr. 439 582, sem voru reiknaðar til danskrar mynt- ar með þáverandi gengi, en þá jafngiltu 136,57 ísl. krónur 100 dönskum krónum. Skuldin varð samkvæmt því danslc- ar krónur, kr. 321+2U7, er greiðast skyldu með 6% árs- vöxtum og jöfnum afborgunum á næstu 15 árum á gjald- daga 11. apríl og 11. okt. árlega. Greiðsla átti að fara fram í dönskum krónum og í tilteknum dönskum banka, ef danskur • gjaldeyrir fengist hjá íslenzkum stjórnar- völdum, en annars kostar skyldi greiða í reikning lánar- drottins í Landsbanka Islands. Danskur gjaldeyrir fékkst eigi, og greiddi skuldunautur inar ákveðnu fyrstu afborg- anir í íslenzkum krónum eftir áðurnefndu gengi í Lands- bankann, eins og til var skilið. Með lögum nr. 22 19. marz 1950 um gengisskráningu o. fl. var íslenzka krónan verðfelld, svo að þá urðu 100 danskar krónur jafngildi ísl. króna 236, 30, í stað 135,57 áður. Þegar til greiðslu afborgunar 11. apríl 1950 kom, þá krafðist lánardrottinn þess, að íslenzk króna í greiðslu þessa skyldi reiknuð samkvæmt inu nýja gengi. Greiddi skuldunautar þá ísl. kr. 45 461, en með því að hann taldi sér óskylt að greiða þannig, áskildi hann sér endurheimtu mismunar þess, sem hann greiddi, og þess, sem hann taldi sér skylt að greiða, og höfðaði síðan mál til endurheimtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.