Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 36
250 Tímarit lögfræðinga urina arfi í miklu frekari mæli en hægt var að gera með erfðaskrá einni saman. Ef kaupmáli hefði enginn verið, og ef gert er ráð fyrir hreineign félagsbúsins 200000 kr. — hún var auðvitað sjálfsagt meira en 100000 kr. meiri en áætlað verð eignanna samkvæmt kaupmálanum sakir þess, hve söluverð hússins var hærra en fasteignamatsverð- ið — þá hefði dóttirin erft %e hluta búshelmings föður síns, ef gert er ráð fyrir því, að S hefði notað heimild sína til þess að ánafna K 14 eigna sinna. Dóttirin hefði þá erft %e hluta af 100000 kr., eða rúmlega 56000 kr. Dóttirin bar því óneitanlega mjög skarðan hlut frá borði, ef ráðstöfin- in var metin gild lífsgjöf. Og siðferðilega skoðað virðist því mikið hafa mælt með ónýtingu kaupmálans. En vitan- lega hefur þetta atriði eitt ekki ráðið úrslitum minni hlut- ans, heldur hitt, að hann hefur talið réttarreglurnar leiða til niðurstöðu sinnar. Hann telur dánargjafaákvæðin taka til gjafa gefinna og framkvæmdra á þeim tíma, er gefandi má búast við dauða sínum svo að segja á hverri stundu vegna banvænna meina, enda þótt nokkur tími (hér ná- lægt hálfum þriðja mánuði) líði frá fullnustu gjafar til dauðadags. Eftir niðurstöðu minni hlutans verður það auðvitað matsatriði hverju sinni, hverju máli líkamsmein, vitneskja gefanda um þau og tími milli gjafa og fullnustu hennar og dánardags skipti um ákvörðun þess, hvort ráð- stöfun skuli meta lífsgjöf eða dánargjöf. Meiri hlutinn komst að þeirri niðurstöðu, að meta yrði kaupmálann gildan. Lögin (nr. 20/1923) segi, hve nær kaupmáli bindi hjón og hve nær hann bindi lánardrottna þeirra, en á rétt erfingja minnist þau ekki í þessu sam- bandi. S hafi gert kaupmálann fullveðja, með réttri rænu og vitandi vits um gildi hans og meira en mánuði áður en hann lagðist banaleguna og meira en tveimur mánuðum áður en hann lézt. Kaupmálinn hafi haft að geyma af- dráttarlaust og samstundis framkvæmt afsal til konunnar, sem S hafi skilmálalaust verið bundinn við gagnvart henni. 25. gr. tilsk. 25. sept. 1850 geti því alls ekki tekið til ráð- stöfunarinnar, enda sé það grundvallarregla íslenzks rétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.