Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 31
Frá hæstarétti janúar—júní 1951
245
ERFÐARÉTTUR.
1. Gagnkvæm erfðaskrá. Verkun laga til liðins tíma
(hrd. 4/6).
P fyrrverandi kaupmaður, sem átti 3 óskilgetin börn,
ið yngsta fætt 1900, og kona hans S. sem engan niðja né
kjörbarn átti á lífi, gerðu 22. apríl 1918 gagnkvæma erfða-
skrá, þar sem svo var mælt, að hvort þeirra hjóna, er lifði
hitt, skyldi erfa þann hluta félagsbús þeirra, sem tilheyrði
inu látna, enda skyldi það, er lengur lifði, hafa „fullkomin
eignarréttindi yfir öllu félagsbúinu“ og „fullan rétt til að
ráðstafa búinu eftir eigin vilja“. Þá höfðu óskilgetin börn
enn ekki erfðarétt eftir föður sinn né föðurfrændur. Heim-
ild hjónanna til ráðstöfunar þessarar var því óvéfengjan-
leg, þegar erfðaskráin var gerð, enda var enginn vafi
um arfleiðsluhæfi hjónanna né gerð erfðaskrárinnar að
öðru leyti. Ef P hefði látizt og ekkja hans S hefði látið
skiptaráðanda fá sér búið í hendur, áður en lög nr. 42/1949
komu til framkvæmda (1. júlí 1949), þá hefði hún óvé-
fengjanlega orðið ein erfingi manns síns og eigandi að
öllu búi þeirra.
Samkvætnt 36. sbr. 44. gr. laga nr. 46/1921 fengu óskil-
getin börn, sem fædd voru 10 þrítugnættum mánuðum eft-
ir 1. jan. 1922 og faðir hafði veitt viðgöngu eða verið
dæmdur faðir, erfðarétt eftir föður og föðurfrændur. Þessi
regla var endurtekin í 20. gr. laga nr. 87/1947 um öll in
sömu börn, sem fædd voru 1. nóv. 1922 og síðar. Var því
einsætt, að óskilgetin börn P áttu ekki tilkall til arfs eftir
hann samkvæmt þessum lögum.
En svo koma erfðalög nr. 42 23. maí 1949. Samkvæmt
2. gr. þeirra erfa óskilgetin börn föður og föðurfrændur,
ef hann hefur gengizt við þeim, verið dæmdur faðir eða
talinn faðir, ef honum verður eiðsfall, samkvæmt dómi. 1
máli þessu var enginn ágreiningur um það, að P hefði
gengizt við öllum þremur óskilgetnum börnum sínum. Sam-
kvæmt 34. gr. þessara laga skulu þau öðlast gildi 1. júlí
1949, þó svo, að eldri lagaákvæði haldi gildi um erfð eftir
mann, sem andast fyrir 1. júlí 1949. Samkvæmt 35. gr.