Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 9
Urn löglcjör forscta fslands 223 skaparheit samkv. 10. gr. stjskr., mundi verða að fara svo að, sem í 8. gr. stjskr. segir, þ. e., hann mundi ekki geta gegnt störfum sínum þangað til hann ynni eið eða heit, og jrrðu þá varamenn hans að fara með forsetavald meðan svo stæði. V. í 8. gr. stjskr. segir, að ef sæti forseta verði laust eða hann geti ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlend- is, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, þá skuli menn þeir, er greinin telur, fara með forsetavald. 1) Dvöl erlendis og sjúkleiki eru aðeins nefnd sem dæmi um hindrun þess, að forseti geti gegnt störfum um sinn. a. Greinilegt er, að ekki þarf allur sjúkleiki að hafa þessi áhrif. Hann getur augljóslega verið svo lítill eða með þeim hætti, að forseti megi vel fara með störf sín þrátí fyrir hann, t. d. kvef, fótarmein o. m. fl. Það verður að metast hverju sinni, bæði eftir eðli sjúkleikans og því, hvernig störfum forseta þá er háttað, hvort hann þurfi að láta af þeim um sinn. b. Á sama veg virðizt vera eðlilegast að fara að um ákvörðun þess, hver áhrif dvöl forseta erlendis skuli hafa að þessu leyti. Það er heimildarlaust að krefjast þess um hana frekar en um sjúkleikann, að hún þurfi endilega að hafa í för með sér, að forseti láti af störfum. Engin knýjandi nauðsyn er sjáanleg til þess, að forseti megi engar embættisathafnir gera, þegar hann er erlendis. 1 styrjöldinni 1939—1945 dvöldust sumir þjóðhöfðingjar langdvölum utan landa sinna,að vísu ásamt ríkisstjórnum sínum, og héldu þó valdi sínu. Neyðarréttur kom þar raun- ar til greina, og má því segja, að þessi dæmi hafi ekki almennt gildi. En konungur Islands dvaldist og oftast í öðru landi og fór þó með konungsvald hér. Það verður þessvegna ekki talin nein eðlisnauðsyn, að forseti megi engar íslenzkar stjórnarathafnir gera innan endimarka annars ríkis. Um þetta verður því að fara eftir atvikum, alveg eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.