Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Blaðsíða 4
218 Tímarit lögfræSinga 30. gr. stjskr. er hann aðeins nefndur forseti eða forset- inn, og má raunar segja, að það standist vel sem stytting heitisins forseti Islands. Hitt er óeðlilegra, að í 8., 9., 11., 12., 16., 17., 19., 20., 21., 22., 23., 24., 25., 26. og 79. gr. stjskr. er hann nefndur forseti lýðveldisins. Hefði óneit- anlega farið betur á því að hafa um þetta fullt samræmi og tala ætíð um forseta Islands, þar sem forseti lýðveldis- ins er nefndur, eða eftir atvikum aðeins um forseta eða forsetann, þegar svo stendur á, að endurtekning á síðari hluta embættisheitisins er bersýnilega óþörf. Sú tilætlan, sem fram kom á Alþingi 1944, sbr. Alþt. 1944 A, s. 166, að embættisheitið sé forseti Islands, verður þó að teljast nægilega glögg. Enda er í þeirn lögum, sem sett hafa verið um lögkjör forseta, talað um forseta Is- lands, sbr. lög nr. 36 17. júní 1944 um laun forseta Islands og lög nr. 36 12. febrúar 1945 um framboð og kjör forseta Islands. III. Forseti íslands er kosinn til stöðu sinnar. Segir um það í 3. gr. stjskr. fForseti Islands skal vera þjóðkjörinn. Ekki stoðar þó þjóðkjör eitt, því að forseti verður að fullnægja vissum skilyrðum til þess, að lcjör hans sé gilt, auk þess sem ýmsar nánari reglur eru settar um það, hvernig kjörið fari fram. 1) Hvergi segir það berum orðum í stjskr., að forseta- efni þurfi sjálfur að gefa kost á sér til forsetastarfs, en berum orðum er það tekið fram í 4. gr. laga nr. 36 1945, að með framboði skuli fylgja samþykki forsetaefnis. Vafalaust er, að almenna löggjafanum hlýtur að vera heimilt að gera slíka kröfu um samþykki forsetaefnis, því að alveg ótvíræð ákvæði þyrftu að vera í stjórnarskránni til þess, að maður yrði skyldaður án samþykkis síns að taka að sér svo ábyrgðarmikið starf sem forsetastarfið. Það verður þvi að ætla, að jafnvel þótt löggjafinn vildi mæla svo fyrir, að ekki þyrfti samþykki forsetaefnis til framboðs, þá mundi slík lagafyrirmæli ekki standast. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.