Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 44
258 Tímarit lugfr.vfíinga sjóðnum til 20 ára með vöxtum og' afborgunum samkvæmt lögunum, enda yrðu tilteknir hlutar lánsins A- og B-lán. Hæstiréttur segir, að af hendi sjóðsstjórnarinnar hafi ekki verið bent á fullgild rök fyrir lánssynjuninni, með því að verja skyldi því fé, sem sjóðsstjórnin réð yfir, eftir því sem það hrökk til og á sem hagkvæmastan hátt, til lánveitinga samkvæmt lögunum. Samt sem áður var sjóðs- stjórnin sýknuð af kröfum H, með því að ákvæði laganna veiti honum ekki rétt til láns krafðrar fjárhæðar og með inum tilteknu skilmálum. Kostnaðarverð skipsins virðist ekki hafa verið ákveðið og sjóðsstjórnin hafði því ekki átt kost á að ákveða láns- fjárhæð, enda yrði ekki heimtað af henni lán til 20 ára, og eigi yrði henni einhliða gert að veita tiltekna fjárhæð A- eða B-lána. 2. Fjallskil (hrd. 27/4). Eftir að hreppsnefndin í H-hreppi hafði látið tvísmala afrétt hreppsins kom það í ljós, að á tilteknum stað í af- réttinum var ær með tveimur lömbum, sem utanhrepps- maður einn (A) var talinn eiga. A fór þess á leit, að hreppnefndin léti sækja kindurnar á kostnað hreppsins, en hreppsnefndin taldi sér það óskylt, með þvi að hún hefði fullnægt skyldu sinni um afréttarsmölun. Sótti A því sjálfur kindurnar, en sendi hreppnum því næst reikn- ing yfir kostnað af förinni. Enda þótt meiri hluti sýslu- nefndar, sem krafan var borin undir, ályktaði, að hrepps- nefnd hefði verið skylt að láta hirða ldndurnar, vildi hreppsnefndin ekki greiða reikninginn. Hæstiréttur leit svo á, að hreppsnefndin hefði látið tvísmala afréttinn óað- finnanlega, og ályktun sýslunefndar væri reist á lagasjón- armiðum, sem ekki fengi staðizt, og henni yrði því ekki jafnað til lögfullrar fyrirskipunar um þriðju leit samkv. til- tekinni grein í fjallskilareglugerð sýslunnar. Veita mátti A að vísu þóknun fyrir ómak sitt úr fjallskilasjóði, enda þótt hann væri utanhreppsmaður, samkvæmt 24. gr. fjall- skilareglugerðar sýslunnar, en engin ákvörðun hafði verið tekin þar um. Hreppurinn var því sýknaður af kröfu A.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.