Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 11
Upptcika ólöglegs ávinnings. 195 að ræða hluti eða önnur sérgreind verðmæti annars vegar eða hins vegar fjárhæð, sem kemur í stað slíkra verðmæta. Ákvæðið nefnir fyrst muni eða ávinning, sem að sjálf- sögðu merkir muni eða annan ávinning. Með orðinu „munir“ er átt við hluti, sem verðgildi hafa, því að ella væri ekki um ágóða að tefla. Upptaka á hlut verður þvi aðeins dæmd, að hann sé til, þegar dómur gengur, eða að hald hafi áður verið á hann lagt. Ef hlut hefur verið ráð- stafað til þriðja manns, má gera hann upptækan hjá hon- um, hafi hann ekki verið grandlaus, þegar hann tók við hlutnum. Þó mun, er svo stendur á, mega gera upptækt jafnvirði hlutarins úr höndum sökunauts sjálfs, í stað þess að sækja hlutinn í hendur þriðja manns. Ef viðtakandi hefur verið grandlaus, verður hluturinn hins vegar ekki gerður upptækUr, og sýnist ekki skipta máli um það, þó að réttur eigandi hlutarins, ef hann kæmi fram síðar, gæti heimt hlutinn úr höndum grandlauss þriðja manns, en upp- tækt má þá gera jafnvirði hlutarins hjá sökunaut. Svipað virðist eiga að gilda, ef veð eða önnur takmörkuð hluta- réttindi hafa stofnazt yfir hlutnum, eftir að brot var framið, en á'ður en dómur gengur eða hald var lagt á hlut- inn, ef það var fyrr gert. Slík réttindi verður að virða, ef þriðji maður hefur öðlazt þau í grandleysi. Ef hlutur er gerður upptækur, þegar svo stendur á, ber að greiða veð- hafa þann hluta af andvirðinu, sem til veðkröfu hans svarar, en samsvarandi fjárhæð má þá gera upptæka hjá hinum seka, ef veðsetningin hefur orðið honum til hags. Ef hlutur hefur verið endurbættur, þannig að verðgildi hans hefur aukizt að mun, eru ekki lengur skilyrði fyrir hendi til að gera sjálfan hlutinn upptækan, þar sem hið upptæka verðmæti mundi þá nema meira en hinum ólög- lega ágóða, en aftur á móti má þá gera upptækt jafnvirði hlutarins, miðað við ástand hans, er brot var framið. Hafi sökunautur skipt á hlutnum fyrir annan hlut, mun yfir- leitt ekki heimilt að gera hinn nýja hlut upptækan, en upp- tækt má þá dæma jafnvirði hlutar þess, sem aflað var með brotinu.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.