Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Qupperneq 11
Upptcika ólöglegs ávinnings. 195 að ræða hluti eða önnur sérgreind verðmæti annars vegar eða hins vegar fjárhæð, sem kemur í stað slíkra verðmæta. Ákvæðið nefnir fyrst muni eða ávinning, sem að sjálf- sögðu merkir muni eða annan ávinning. Með orðinu „munir“ er átt við hluti, sem verðgildi hafa, því að ella væri ekki um ágóða að tefla. Upptaka á hlut verður þvi aðeins dæmd, að hann sé til, þegar dómur gengur, eða að hald hafi áður verið á hann lagt. Ef hlut hefur verið ráð- stafað til þriðja manns, má gera hann upptækan hjá hon- um, hafi hann ekki verið grandlaus, þegar hann tók við hlutnum. Þó mun, er svo stendur á, mega gera upptækt jafnvirði hlutarins úr höndum sökunauts sjálfs, í stað þess að sækja hlutinn í hendur þriðja manns. Ef viðtakandi hefur verið grandlaus, verður hluturinn hins vegar ekki gerður upptækUr, og sýnist ekki skipta máli um það, þó að réttur eigandi hlutarins, ef hann kæmi fram síðar, gæti heimt hlutinn úr höndum grandlauss þriðja manns, en upp- tækt má þá gera jafnvirði hlutarins hjá sökunaut. Svipað virðist eiga að gilda, ef veð eða önnur takmörkuð hluta- réttindi hafa stofnazt yfir hlutnum, eftir að brot var framið, en á'ður en dómur gengur eða hald var lagt á hlut- inn, ef það var fyrr gert. Slík réttindi verður að virða, ef þriðji maður hefur öðlazt þau í grandleysi. Ef hlutur er gerður upptækur, þegar svo stendur á, ber að greiða veð- hafa þann hluta af andvirðinu, sem til veðkröfu hans svarar, en samsvarandi fjárhæð má þá gera upptæka hjá hinum seka, ef veðsetningin hefur orðið honum til hags. Ef hlutur hefur verið endurbættur, þannig að verðgildi hans hefur aukizt að mun, eru ekki lengur skilyrði fyrir hendi til að gera sjálfan hlutinn upptækan, þar sem hið upptæka verðmæti mundi þá nema meira en hinum ólög- lega ágóða, en aftur á móti má þá gera upptækt jafnvirði hlutarins, miðað við ástand hans, er brot var framið. Hafi sökunautur skipt á hlutnum fyrir annan hlut, mun yfir- leitt ekki heimilt að gera hinn nýja hlut upptækan, en upp- tækt má þá dæma jafnvirði hlutar þess, sem aflað var með brotinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.