Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 12
196 Tímarit lögfrceöinga Ef ólöglegur ágóði er fólginn í öðru en líkamlegum mun- um, svo sem peningafjárhæð, fjárkröfu á hendur þriðja manni. o. s. frv., og slík verðmæti eru nægilega sérgreind frá öðrum eignum hins seka, er rétt að láta upptökuna taka beinlínis til þeirra, sbr. Hæstaréttardóma 1941, bls. 326, þar sem upptæk var gerð inneign í sérstakri sparisjóðsbók. Þetta hefur þýðingu að því leyti, að réttur ríkissjóðs er hér betur varinn gagnvart lánardrottnum sökunauts en þegai” um almenna fjárkröfu er að ræða. Ef ólögmætur ágóði er fólginn í réttindum, sem ekki er unnt að flytja 1 hendur ríkissjóði, má meta þau til fjár og dæma jafnvirði þeirra upptækt. Þegar ávinningur af broti er ekki fyrir hendi sérgreind- ur, eins og að framan er lýst, má gera upptæka fjárhæð, sem svarar til hins ólöglega ágóða. Upptakan stofnar hér aðeins fjárkröfu til handa ríkissjóði, en um það, hvernig ákveða skuli fjárhæðina, geta ýmsar spurningar risið. Fyrst má geta þess, að ákvörðun fjárhæðarinnar verður að byggjast á venjulegum sönnunarreglum. Þó að ljóst hafi þótt eða sennilegt, að sökunautur hafi hagnazt á broti, hafa dómstólar ekki talið sér heimilt að áætla fjárhæðina, þegar ekki er unnt að ákveða hana samkvæmt sönnunargögnum þeim, er fyrir lágu. Um það má m. a. vísa til Hæstaréttar- dóma 1944, bls. 162 og 215, og 1946, bls. 189.1 þeim tilfell- um var sannað, að brot hefðu haft í för með sér ólöglegan ávinning, en upptaka ekki dæmd, þar sem ekki var í ljós leitt við rannsókn málanna, hversu hárri fjárhæð hagnað- urinn hefði numið. Upptöku má dæma, þó að hinn ólögmæti ágóði eða jafn- virði hans sé ekki fyrir hendi, þegar dómur gengur. Þó að ágóðinn hafi eyðst, án þess að annað verðmæti kæmi í stað- inn, eða t. d. tapazt í atvinnurekstri, má gera upptæka fjárhæð, sem svarar til alls upphaflega ágóðans. Annað mál er það, að þar sem lögin gera dómstólum ekki skylt að dæma upptöku, þá geta þeir tekið tillit til efnahags sak- bornings við ákvörðun fjárhæðarinnar og lækkað hana, eftir því sem sanngjarnt kann að þykja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.