Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 22
206 Títr.arit lögfrœöinga Ákvæði þetta á rót sína að rekja til þýzkrar löggjafar, eins og hér verður greint. 1 refsilögbókinni þýzku (Strafgesetzbuch fiir das Deutsche Reich) frá 15. maí 1871 voru engin ákvæði um upptöku ólöglegs ávinnings. Á fyrstu áratugum þessarar aldar fór fram endurskoðun á lögbókinni, og voru samin allmörg frumvörp til nýrrar refsilögbókar á árunum 1909 —1927. Kom þá til álita, hvort heimila skyldi upptöku ólög- mæts ágóða, m. a. eftir fyrirmynd norsku hegningarlag- anna frá 1902. Höfundar frumvarpanna voru yfirleitt mót- fallnir því (sbr. t. d. Goldschmidt: Strafen, Vergleichende Darstellung des Deutschen und Auslándischen Strafrechts, Allgem. Teil, IV, bls. 450). I stað þess vildu þeir leysa vandamálið um sviptingu ólöglegs ávinnings í sambandi við ákvæði refsiiaganna um fésektir. Leiddi þetta til þess, að með lögum frá 6. febr. 1924 um viðauka við refsilögbók- ina frá 1871 var 27. gr. lögbókarinnar, er fjallaði um fé- sektir, breytt og við hana aukið. Samkvæmt viðaukalög- unum skyldi lágmark sekta vera 3 ríkismörk, en hámark 10000 ríkismörk. Frá þessari regiu gera viðaukalögin þó tvær mikilsverðar undantekningar, eins og hér segir: 27. gr. a: „Bei einem Verbrechen oder Vergehen, das auf Ge- winnsucht beruht, kann die Geldstrafe auf einhundert- tausend Reichsmark erhöht und auf eine solche Geld- strafe neben Freiheitsstrafe auch in denjenigen Fállen erkannt werden, in denen das Gesetz eine Geldstrafe nicht androht". 27. gr. c: „Die Geldstrafe soll das Entgelt, das der Táter fiir die Tat empfangen, und den Gewinn, den er aus der Tat gezogen hat, ubersteigen. — Reicht das gesetzliche Höchstmal hierzu nicht aus, so darf es úberschritten werden". Eins og sjá má af ákvæðum þessum, leiddu Þjóðverjar það í lög að svipta sökunaut sannanlegum ólögmætum ávinningi með því að gera honum fésekt, er færi fram úr fjárhæð ágóðans (27. gr. c), og einnig gerðu þeir kleift að taka duldan ágóða með fésekt eftir álitum dómstóla (27. gr. a). I síðara tilfellinu var þó ákvæðið um fésekt bundið

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.