Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 29
Dómurinn í deilumáli NorOmanna og Breta 213 stefnudómur, enda var um heim allan fylgzt með gangi málsins frá því stefnt var, þar til dómur var upp kveðinn. Ríkisstjórnir Islands, Bandaríkjanna, Belgíu, Kúbu, Sví- þjóðar og Venezúelu fengu send afrit af öllum málskjölum, og ríkisstjórn Islands sendi, svo sem kunnugt er, tvo lög- íræðinga til að fylgjast með flutningi málsins í Haag, þá Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómara og Hans G. And- ersen, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sökum þess að dómur í deilumáli þessu fjallar einmitt um þau mál, sem nú eru efst á baugi með íslenzku þjóðinni, landhelgismálin, en lítið hefur verið um hann skrifað af lagafróðum mönnum,1) skal hér leitazt við að gera honum noickur skil. Fyrst verður í stórum dráttum rætt um aðdraganda málsins og ágreiningsatriðin, síðan um flutning málsins, þá um dómsúrskurðinn og loks um sératkvæði hinna ýmsu dómenda. Deiluefni og aðdragandi deilunnar. Deilan var um það, hvernig fiskveiðitakmörkin, þ. e. landhelgislínan við Norður-Noreg, skyldi dregin. Með konungsúrskurði frá 12. júlí 1935 var dregin ný lína til ákvörðunar fiskveiðimörkum við Norður-Noreg. tlrskurðurinn er svohljóðandi: Vegna fornrar þjóðlegrar hefðar, — samkvæmt land- fræðilegum aðstæðum við strendur Noregs, — til varnar knýjandi þörfum íbúanna í nyrzta hluta landsins og sam- hljóða konungsúrskurðum dags. 22. febrúar 1812, 16. októ- ber 1869, 5. janúar 1881 og 9. sept. 1889, — eru hér með ákveðnar markalínur í hafi úti á fiskisvæðinu norska í þeim hluta Noregs, sem er norðan 66°28' norðlægrar breiddar. Markalínur þessar skal mæla frá beinum grunnlínum, sem dregnar verða milli fastra punkta á landi, á eyjum eða i) Blaðagreinar eftir Þorvald Þórarinsson i Þjóðviljanum 1952, 62. og 63. tbl.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.