Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 30
214 Tlmarit lögfræOinga skerjum, frá endimörkum landamæranna austast í Varang- ursfirði til Træna í Nordlandsfylki. 1 sérstökum viðbæti við úrskurðinn var síðan ákveðið, hvernig takmarkaiínan skyldi dregin. Merktir eru 48 grunnlínupuriktar (sjá mynd). Flestir þeirra, eða 36, voru á hólmum og skerjum, en einungis tólf á eyjum eða landi uppi. Mjög mislangt er áé mili grunnlínupunktanna, þannig að sumar grunnlínurnar eru aðeins nokkur hundruð metr- ar, en aðrar gríðarlangar, allt að því 44 sjómílur, og þrett- án þeirra eru yfir 18 sjómílur, þar af sjö 25 sjómílur eða meira. Sums staðar eru grunnlínur í beinu framhaldi hvor af annarri og mynda þannig raunverulega eina grunnlínu, t. d. grunnlínur milli punkta nr. 18—20, sem eru til samans um 47 sjómílur og grunnlínur milli nr. 20—22 samtals 62 sjómílur. Það var engan veginn ný aðferð, sem beitt var með þess- um konungsúrskurði, því að til eru konungsúrskurðir allt síðan á árunum 1869 og 1889, þar sem dregnar voru langar grunnlínur á stöku stað, t. d. meðfram Mæri og undan Raumsdal. Lengst þeirra var grunnlínan milli Svíneyjar og Stórhólma, rúmar 26 sjómílur. Grunnlínan fyrir Varang- ursfjörð þveran er frá því 1880, samkvæmt hvalfriðunar- lögunum frá því ári. Aðdragandi deilunnar var sá, að árið 1911 var brezkur togari tekinn að veiðum í Varangursfirði, 4% sjómílu und- an landi, en brezk veiðiskip, aðallega botnvörpungar, höfðu þá í nær 5 ár sótt á norsk fiskimið eftir þriggja alda hlé, eða frá því að Jakob I. Bretakonungur gerði samkomulag við Kristján IV., konung Danmerkur og Noregs, þar sem því var neitað, að þegnar Bretakonungs skyldu sækja á norsk mið. Bretar mótmæltu töku togarans, og neituðu að viðurkenna, að Varangursfjörður skyldi teljast innan norskrar landhelgi, og hélt brezka stjórnin því beinlínis fram, að hún viðurkenndi ekki rétt neins strandríkis til að taka brezk skip utan þriggja sjómílna frá landi. Árið 1912, þegar Irgens, þáverandi utanríkisráðherra Noregs, ræddi við Sir Edward Grey, er þá var utanríkisráðherra Stóra-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.