Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 32
216 Timarit lögfrœSinga landhelgi. Tilslökun sína bygg'öu þeir á því, að Noregur ætti vegna sögulegrar hefðar rétt til þeirrar landhelgis- víðáttu. Ennfremur viðurkenndu þeir, að Varangursfjörð- ur væri innan norskrar landhelgi sem innsævi og Vestur- fjörð sem hluta af norskri landhelgi. Meðan á málflutn- ingnum stóð, gerðu þeir ennþá víðtækari tilslakanir, aðal- lega að því er snerti landhelgi nokkurra ótiltekinna fjarða og sunda, svo að segja má, að þeim hafi nokkuð verið runn- inn móðurinn og að kveðið hafi við allt annan tón hjá þeim nú en á árunum 1911—12, þá er þeir voru einir allsráðandi á höfunum. Réttarkröfur Breta í málinu voru í 14 liðum. Var þar haldið fram ýmsum reglum, sem þeir töldu gilda að alþjóða- rétti, til ákvörðunar landhelginni. Það er athyglisvert við hina 14 kröfuliði, að þar er hvergi vikið að þriggja sjó- mílna kenningunni sem reglu alþjóðaréttar, þ. e. að víðátta landhelginnar skuli miðuð við þrjár sjómíiur frá strönd hlutaðeigandi ríkis. Svo virðist sem Bretar hafi ekki treyst sér til að láta það atriði koma til úrlausnar dómstólsins, svo sem þeir hefðu vel getað gert, þótt þeir viðurkenndu sögulegan rétt Noregs til fjögurra sjómílna. Þeim hefur að líkindum þótt of mikið í húfi, ef henni yrði hafnað af dómstólnum, en þó hafa þeir ekki viljað falla frá þeirri kenningu. Þessvegna komu þeir henni að í málflutningi sínum. Hið helzta, sem þeir héldu þar fram, var það, að þjóðaréttur heimilaði yfirleitt ekki neinu ríki að telja sér rýmri landhelgi en 3 sjómílur frá strönd ríkisins, nema það hefði öruggan sögulegan rétt til stærri landhelgi. Enn- fremur að landhelgislínan skyldi fylgja strandlengjunni inn í fjörðu og flóa, án tillits til nokkurrar landfræðilegrar sérstöðu. Aðferð þessi hefur af þeim verið kölluð „The Tide Mark Rule“ eða „The Coastal Line Rule“ og mætti kalla hana f jöruborðsreglu á íslenzku. Frá þessari reglu væri þó sú undantekning, að þjóðaréttur heimilaði, að grunnlínan skylai dregin þvert fyrir mynni fjarða, þar sem breidd þeirra væri 10 sjómílur. Bretar lögðu áherzla á þá hlið málsins, að dómurinn stað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.