Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 49
Fimm lögfrœöirit 233 þegar viðsemjandi hans var grandalaus um lögræðisskort- inn og kom að öllu heiðarlega fram í lögskiptum þeirra. Og ekki á þetta síður við, þegar viðsemjandi lætur ólögráð- um manni verðmæti í té gegn loforði hans um greiðslu þess síðar, þegar skiptin eru eingöngu gerð eða aðallega í þágu ólögráða mannsins, t. d. peningalán til þess að lúka námi, veizla húsnæðis og fæðis í sama skyni o. s. frv. Og skiptir hér ekki máli siðferðilega, þótt veitanda sé kunnur lög- ræðisskortur hins aðiljans. Það kann stundum að vera torvelt að greina sundur þau tilvik, þar sem ólögráða maður skyldi vera lögskyldur til efnda, og þar sem honum skyldi rétt að bera lögræðisskortinn fyrir sig sér til sýknu, en dómstólum, sem oft er falið mjög vandasamt mat, mundi væntanlega mega fela mat á þessum og þvílíkum tilvikum. Sbr. t. d. 32. gr. laga nr. 7/1936, þar sem dómara er falið mat á því, hvort framkomu aðilja löggernings megi telja „heiðarlega" eða ekki. Ef til vill hefði verið rétt að athuga skiptin, ef tveir ólögráða aðiljar eigast við. Síðustu (III. og IV.) kaflar eru um lögráð og lögráðendur og um mannanöfn. Munu mehn sjá, að í riti dr. Þ. E. ei'U ýmis efni tekin til meðferðar, sem ekki voru í þeirri kennslubók í persónu- rétti, sem lesin var í lagadeild háskólans í Kaupmannahöfn í tíð elztu lögfræðinga, sem nú eru uppi. Og öllum þessum efnum gerir höf. góð skil. Er bók hans skipulega samin, skrifuð á góðu máli og blátt áfram, ljós og greinagóð. Er því mikill fengur í henni. Hún er ætluð til kennslu í per- sónurétti í lagadeild háskólans, og verður að telja hana ágæta kennslubók. En starfandi lögfræðingar geta og haft hennar mikil not. Jafnvel ólöglærðum mönnum er engin ofraun að lesa hana sér til gagns. Á höf. mildar þakkir skilið fyrir bókina, og væri vel, ef hann skrifaði fleiri slíkar. III. Olafur Lárusson: Eignarréttur I. HloMúS. — Reykjavík 1950. Meðan einungis fyrri hluti þessa rits er birtur, er of
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.