Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 15
Ætlun stjórnarskrárgjafans hefur ugglaust verið sú, að heifnildar til fjárveitingar væri aflað fyrir fram hverju sinni, annaðhvort í fjárlögum eða fjáraukalögum. Venjan hefur þó orðið önnur, svo sem kunnugt er, nefnilega sú, að fjáraukalög, sem að réttu lagi hefðu átt að heita auka- fjárlög, eru samþykkt eftir á, og eru tekin upp í þau þær fjárveitingar, sem stjórnin hefur innt af hendi á liðnu fjárhagstímabili umfram fjárlagaheimild eða án heimildar í fjárlögum. Það hefur þannig myndazt sú venja, að heim- ild eftir á fyrir fjárveitingu væri nægjanleg, og innir ríkisstjórnin oftlega af hendi fjárgreiðslur umfram það, sem leyft er í fjáidögum, stundum í samráði við miðstjórnir flokka alþingis eða fjárveitinganefnd, en einnig oft á ein- dæmi sitt, í því trausti að þingið samþykki fjárveitinguna eftir á í fjáraukalögum. Framlagning fjáraukalagafrum- varps eftir á er oftast í reyndinni ekki annað en skýrslu- gjöf um fjárgreiðslur, en samþykkt fjáraukalaganna felur auðvitað í sér syndakvittun ríkisstjórninni til handa. En auk ákvörðunar um fjárveitingar og skattaálögur, hefur alþingi hönd í bagga með endurskoðun á fjármeð- ferð ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt 43. gr. stjórnarskrár- innar kýs sameinað alþingi árlegá þrjá yfirskoðunarmenn með hlutfallskosningu. Yfirskoðunarmenn þessir skulu gagnskoða árlega reikninga um tekjur og gjöld landsins og eiga þeir sérstaklega að gæta þess, hvort tekjur landsins séu þar allar taldar og hvort nokkuð hafi verið af hendi greitt án lieimildar. Þeir geta krafizt þess að fá allar skýrslur og skjöl, er þeir telja sig þurfa. Síðan skal safna þessum reikningum fyrir hvert fjárhagstímabil saman í einn rcikning og léggja fyrir alþingi frumvarp til laga um samþykkt á honum, og athugasemdir yfirskoðunarmanna. Ekki er þess krafizt, að þessir trúnaðarmenn alþingis séu sjálfir þingmenn, og hefur það farið eftir atvikum, hvort þingmenn hafa verið kosnir til þessa starfa eða ekki. Oftast hefur þó þingmaður — einn eða fleiri — verið í hópi yfir- skoðunarmanna. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.