Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 16
Hér hefur lausl^ga verið drepið á þau almennu áhrif, sem alþingi hlýtur að hafa á starfsemi stjórnvaldsins, bæði með því að marka fyrir fram — með löggjöf, fjárveiting- um og stjórnarmyndunum — höfuðstefnur um stjórnar- framkvæmdir, og með eftirfarandi eftirliti og aðhaldi að ríkisstjórninni. Um beina virka hlutdeild alþingis í sjálfri stjórnsýslunni verður hins vegar naumast talað í sambandi við þessar ákvarðanir alþingis. En alþingi hefur einnig með öðrhm hætti en að framan greinir áhrif á meðferð stjórnvaldsins. 1 stjórnarskránni er atbeini alþingis beinlínis áskilinn til einstakra stjórn- valds ráðstafana, eða vi'ssar ákvarðanir, sem í eðli sínu eru stjórnarathafnir, eru lagðar undir löggjafarvaldið. Þannig er samþykki alþingis áskilið til samninga við önnur ríki, ef þeir hafa í sér fólgið afsal éða kvaðir á landi eða land- helgi eða af þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis- ins, sbr. 21. gr. stjskr. Ekki má taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra, nema samkvæmt lagaheimild, sbr. 40. gr. stjskr. Enginn útlendingur getur fengið hér ríkisborgararétt nema með lögum, 68. gr. stjskr. Um ákvæði þessi og skýringu þeirra skal ekki fjölyrt hér. Þau eru að sjálfsögðu misjáfrilega mikilvæg. Flestir munu vera á einu máli um þýðingu þess, að samþykki alþingis skuli vera áskilið til mikilsvarðandi milliríkjasamninga. Þeir eru sennilegæfáir, sem rýra vilja vald alþingis á því sviði. Líklegra þykir mér, ,áð fleiri vilji auka afskipti al- þingis af milliríkjaskiptum; enda kemur það sjónarmið glögglega fram í ákvæðunum um utanríkismálanefnd, sem vikið verður að hér á eftir. Aftur á móti er lítil ástæða til þess að áskilja lagasetningu til ríkisfangsveitingar. Eðli- legra væri, að ríkisfang væri veitt með stjórnarathöfn. Sá háttur er víðast hvar á hafður, t. d. á Norðurlöndunum, nema í Danmörku. Þar gildir í þessu efni sama regla og hér. Danska reglan hefur hér verið notuð sem fyrirmynd. Eigi virðist heldur almennt ástæða til að áskilja samþykki 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.