Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 21
flokka. Er ekki vafamál, að þessi síðartalda ástæða hefur átt drjúgan þátt í þessari þróun hér. Til þess bendir reynslan annars staðar.1) Verkefni flestra þessara þingkosnu nefnda standa með einhverjum hætti í sambandi yið meðferð opinbers fjár eða við fjárhagsmálefni ríkisins. Tilgangur þessara nefnda- kosninga er því, a. m. k. öðrum þræði áá að tryggja alþingi raunveruleg yfirráð yfir fjárstjórn ríkisins, þ. e. ekki að- eins yfir fjárlögunum, heldur og yfir einstökum stofnun- um ríkisins, þótt þær hafi aðskilinn fjárhag. Stundum er og tilgangurinn sá, að fela þessum trúnaðarmönnum al- þingis úthlutun eða ráðstöfun fjár,- sem fjárveitingar- valdið hefur án nánari sundurliðunar veitt til ákveðinna þarfa. Þessu til sönnunar má t. d. benda á stjórnarnefndir þeirra peninga- og lánsstofnana, sem eru eign ríkisins — Landsbankans, Búnaðarbankans, Söfnunarsjóðs, Fiski- málasjóðs, Byggingarsjóðs verkamanna og annarra lág- tekjumanna — sem allar eru að meiri hluta til, og sumar alveg, kosnar af alþingi beint eða óbeint. Þá má og nefna raforkuráð, sem á að fylgjast með stjórn og framkvæmdum í raforkumálum og gera tillögur í þeim efnum og vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis, en meginreglan er sú, að ríkinu er ætlað að reisa og reka öll stærri raforkuver; nýbýla- stjórn, sem m. a. gerir tillögur um lánveitingar til nýbýla og hefur með höndum yfirstjórn nýbýlamálanna; tryggingar- ráð, sem hefur eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi Tryggingarstofnunar ríkisins yfirleitt og leggur úrskurð á ágreining um bætur o. fl.; flugráð,: sem að meiri hluta til er kosið af alþingi, en það hefur á hendi undir yfirstjórn ráðherra stjórn flugmála og ánnan rekstur flugvalla ríkis- ins; stjórn síldarverksmiðja ríkisins', sem fer með yfir- stjórn síldarverksmiðja ríkisins, sem eru stórfyrirtæki miðað við íslenzka staðhætti. Nefna má enn fremur út- hlutunarnefnd skálda- og listamannastyrks og mennta- l) Sbr. áður ívitnað rit, t. d. bls. 314. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.