Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 21
flokka. Er ekki vafamál, að þessi síðartalda ástæða hefur átt drjúgan þátt í þessari þróun hér. Til þess bendir reynslan annars staðar.1) Verkefni flestra þessara þingkosnu nefnda standa með einhverjum hætti í sambandi yið meðferð opinbers fjár eða við fjárhagsmálefni ríkisins. Tilgangur þessara nefnda- kosninga er því, a. m. k. öðrum þræði áá að tryggja alþingi raunveruleg yfirráð yfir fjárstjórn ríkisins, þ. e. ekki að- eins yfir fjárlögunum, heldur og yfir einstökum stofnun- um ríkisins, þótt þær hafi aðskilinn fjárhag. Stundum er og tilgangurinn sá, að fela þessum trúnaðarmönnum al- þingis úthlutun eða ráðstöfun fjár,- sem fjárveitingar- valdið hefur án nánari sundurliðunar veitt til ákveðinna þarfa. Þessu til sönnunar má t. d. benda á stjórnarnefndir þeirra peninga- og lánsstofnana, sem eru eign ríkisins — Landsbankans, Búnaðarbankans, Söfnunarsjóðs, Fiski- málasjóðs, Byggingarsjóðs verkamanna og annarra lág- tekjumanna — sem allar eru að meiri hluta til, og sumar alveg, kosnar af alþingi beint eða óbeint. Þá má og nefna raforkuráð, sem á að fylgjast með stjórn og framkvæmdum í raforkumálum og gera tillögur í þeim efnum og vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis, en meginreglan er sú, að ríkinu er ætlað að reisa og reka öll stærri raforkuver; nýbýla- stjórn, sem m. a. gerir tillögur um lánveitingar til nýbýla og hefur með höndum yfirstjórn nýbýlamálanna; tryggingar- ráð, sem hefur eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi Tryggingarstofnunar ríkisins yfirleitt og leggur úrskurð á ágreining um bætur o. fl.; flugráð,: sem að meiri hluta til er kosið af alþingi, en það hefur á hendi undir yfirstjórn ráðherra stjórn flugmála og ánnan rekstur flugvalla ríkis- ins; stjórn síldarverksmiðja ríkisins', sem fer með yfir- stjórn síldarverksmiðja ríkisins, sem eru stórfyrirtæki miðað við íslenzka staðhætti. Nefna má enn fremur út- hlutunarnefnd skálda- og listamannastyrks og mennta- l) Sbr. áður ívitnað rit, t. d. bls. 314. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.