Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 35
að hafa nokkrar hömlur á séróskum sínum og athöfnum og öllu framferði yfirleitt. Fyrir brot gegn hinum sjálf- sögðustu umgengnisvenjum heildarinnar beitir heildin gagnráðstöfunum eða refsingum; þessi brot, eða glæpir öðru nafni, eru bundnir við þjóðfélagið. Þar sem ekkert þjóðfélag er, eru engir siðir, engar hegðunarreglur og engir glæpir."1) Séð frá líffræðilegu sjónarmiði eru glæp- irnir hegðunarbrot vegna ófullnægjandi eða rangrar að- lögunar þeirra einstaklinga, er þá fremja að þjóðfélags- heildinni. Þeir raska siðferðilegu jafnvægi hennar, trufla öryggistilfinningu einstaklingsins, svo að hann finnur, að af þessum brotum stafar honum hætta. Glæpir eru því fyrir þjóðfélagið mjög svipaðir og sjúkdómar eru fyrir einstaklinginn. Með vaxandi félagslegri þróun er óhjákvæmilegt, að læknar ekki aðeins taki afstöðu til sjúkdóma eða heilbrigði einstaklinganna, heldur og til sjúkdóma og heilbrigði þjóð- félagsheildarinnar og séu þar í náinni samvinnu við lög- fræðinga, félagsfræðinga og alla, sem láta sig skipta heil- brigða þróun þjóðlífsins. Vegna þess að brotin gegn umgengnisvenjum þjóðfélags- heildarinnar geta líka verið einkenni um sjúkdóm, sem hún, heildin, kann að vera haldin, er nauðsynlegt að lækn- ar og lögfræðingar nútímans og framtíðarinnar gefi þessu „social-biologiska“ sjónarmiði meiri gaum heldur en hingað til hefur verið, og einnig þess vegna hef ég leyft mér að drepa hér á nokkur atriði, sem þetta mál snerta. Eins og ég áður hefi sagt einu sinni, á öðrum stað að vísu,2) eru glæpir frá lögfræðilegu sjónarmiði ákveðn- ir verknaðir, sem eru tilteknir í hegningarlögum land- anna og taldir refsiverðir samKvæmt þeim. Hegn- ingarlögin eru með öðrum orðum fyrst og fiæmst um ákveðna verknaði en ekki mennina. Þeir, sem fram- ') Kinberg, op. cit. bls. 13—18. 2) H. T.: LæknablaðiS, 1932, bls. 1. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.