Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 37
eða viljalífs og hugsana. Þeir geta einnig eftir að þeir eru
orðnir fullþroslca að mestu eða öllu leyti orðið fyrir sjúk-
dómi þannig, að dragi úr andlegu lífi þeirra á öllum eða
einstökum sviðum. 1 báðum tilfellum er þeim hætt við mis-
vægi í tilfinningalífi og þar með athafnalífi, allt á milli
algerðrar stirðnunar og athafnalömunar og hinna hrotta-
legustu skammhlaupaverka fyrir sjúklegs örleika sakir.
Hvatalíf þeirra getur verið aukið eða öfugsnúið, einkum er
það svo um kynhvatir. Oft eru sjúklingar haldnir of- eða
misskynjunum, sem hræþa þá eða ógna þeim, ofsóknar-
hugmyndum, þokuvitund eða rugli o. s. frv.
Það er auðvitað ógerlegt að segja nákvæmlega um, hve
oft andleg afbrigði eða sérbrigði eru völd að lagabrotum.1)
Vitneskju um þetta hafa menn reynt að afla sér aðal-
lega með tvennu móti: a) úr sjúkrasögum geðveikra, sem
lagðir hafa verið á sjúkrahús, b) með því að rannsaka geð-
heilbrigði fanga.
Það er allalgengt, að upplýst er um geðsjúklinga, sem
koma á spítala, að þeir hafi einhvern tíma gerzt brotlegir
við hegningarlögin. Aschaffenburg, þýzkur geðlæknir fann
við rannsóknir í mörgum þýzkum spítölum, að um það bil
Ys af karlsjúklingum hafði verið refsað áður. Prófessor
Kinberg, sem í nærri fjörutíu ár rannsakaði öll réttar-
psykiatrisk tilfelli í Stokkhóimi, áætlaði lögbrot almennt
miklu tíðari meðal geðveikra en ekki geðveikra, og viss
lögbrot þeirra 12—200 sinnum tíðari.
Þó er langt frá því, að til sé nokkur glæpsemisgeðveiki.
Þvert á móti virðist, hvaða tegund sjúkleika sem er, geta
orðið valdandi að svo að segja hvaða glæp sem er, enda
þótt vissar tegundir geðveiki og geðveilu virðist einkum
verða valdandi að vissum tegundum glæpa.
Hin leiðin, sem farin hefur verið, til þess að fá vitneskju
1) Schröder, G. E.: Psykiatrisk Undersögelse aí Mandsfanger i Dan-
mark, Kbhavn I 1917, II 1927.
31