Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Síða 39
dómarans eða annarra um, að sá, sem hann hefur framið,
sé ekki andlega heill, fæst þó ekki vissa fyrir því, hvort
svo hafi verið, nema með geðheilbrigðirannsókn, sem í
sumum tilfellum er auðvitað auðgert, en oft getur verið
mikið og vandasamt verk.
Fyrst er ákveðið almennt, andlegt þroskastig mannsins.
Um 10% fólks er einhvers staðar á milli hins vitgranna
(svarajadi til 12—13 ára aldurs), sem þó hefur nægan
þroska til að læra og bjarga sér allsæmilega í lífinu, og
öryit’ahs, sem ekki nær 2 ára þroska. Það er auðskilið, að
þessir fávitar fremji oft glæpi, er menn hugsa út í vits-
munalegan vanþroska þeirra, vanþroskað og taumlaust til-
finningalíf þeirra, og oft vantandi skilning á einföldustu
siðgæðislögmálum. Við þannig fávitahátt er sem dregið sé
úr andlegum þroska manns á öllum sviðum.
1 öðrum tilfellum er sem þroskinn hafi orðið fullkominn
á sumum sviðum, en að honum sé ábótavant á öðrum,
þannig að um andlega vansköpun sé að ræða. Þessir menn
geta verið t. d. gáfnafarslega sæmilegir eða afburða, en
tilfinningalíf og viljalíf svo brenglað, að þeir eru máske
meira eða minna siðferðilega örvasa og oft með annan fót-
inn í geðveiki. Það andlega ójafnvægi,1) sem sérkennir þessa
menn, gerir, að þeim verður erfiðara að laga sig að öðrum
og gerast þeir því t. d. iðulega brotlegir við lög og um-
gengnisvenjur; það er um að ræða geöveilu hjá þessum
mönnum.
En bæði fávitar og geðveilir geta fengið þannig heila-
sjúkdóm, að þeir verði geðveikir. Með fávitum er þetta þó
frekar sjaldan, með geðveilum aftur á móti títt. Með full-
þroska mönnum er það svo títt, að um það bil 22. hver
maður veikist einhvern tíma svo á ævinni, að hann þyrfti
að vistast af geðspítala um tíma.
Margir geðsjúkdómar hafa svo hægan aðdraganda,
að engan grunar, að um geðsjúkdóm sé að ræða. Á þessu
1) Wimmer — op. at. bls. 436 1. 2. n. § 437—468.
33