Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 60
hæstiréttur á hlut að máli, þá verður ástæða til þess að skyggnast í skjöl málsins. En vitanlega geta dómendur þá orðið fyrir gagnrýni vegna galla á dómi sínum. Almennt sýnist mega gera ráð fyrir því, að í úrlausn héraðsdómara, sem hæstiréttur staðfestir in terminis, sé rétt og glögg atvikalýsing og nægileg rökstuðning niður- stöðu dómarans. Ef eitthvað brestur á annaðhvort þessa, þó að niðurstaðan þyki rétt, þá má ætla, að hæstiréttur geri athugasemd til lögunar því, sem honum þykir bresta. Þrátt fyrir staðfestingu in terminis má vera, að einhverj- um gagnrýnanda þyki atvikalýsing eða framkomin gögn ekki leiða til sömu niðurstöðu sem bæði héraðsdómari og hæstiréttur komust að. Kynni þá að vera ástæða til að leita í skjölum málsins að atriðum, sem mættu hafa skipt máli í hugum dómaranna, þó að ólíklegt sé, að þeir hefðu látið hjá líða að greina atriði, sem kunna að hafa ráðið úrslitum um niðui’stöðu. Þegar hæstiréttur telur eitthvað athugavert við atvika- lýsingu í úrlausn héraðsdómara eða við rökstuðning hans o. s. frv., þá mun hæstiréttur láta hvors tveggja getið, enda þótt íliðurstaðan verði sama um allt verulegt. Venjulega sýnist þá eiga að mega treysta umsögn hæstaréttar, að því leiti sem hún leiðréttir eða lagar ummæli héraðsdómara. En svo má vera, að niðurstöðu héraðsdómara sé hrundið í hæstarétti. Stundum verður þetta af því að nýjar upplýs- ingar hafa komið fram í máli eftir að það var tekið til úr- lausnar í héraði. Gagnrýnandinn virðist mega gera ráð fyrir því, að greinargerð hæstaréttar um þær sé rétt og nægileg til að rökstyðja úrlausn hæstaréttar En oft er niðurstaða héraðsdómara breytt að öllu leyti eða að ein- hverju, þó að ekkert nýtt hafi komið fyrir dórninn eftir að meðferð málsins lauk í héraði. Geta ýmsar ástæður legið til þess. Hæstiréttur kann að líta öðrum augum á staðreynd en héraðsdómari, finna ný sjónarmið, líta öðrum augum á sönnunaratriði, túlka réttarákvæði öðruvísi o. s. frv. Kemur þá venjulega glöggt fram í úrlausn hæstaréttar,

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.