Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 69
komast ekki á kjörskrá í þeirri sveit eða bæ fyrr en næsta ár á eftir. Fá þeir því ekki neytt kosningarréttar við þær kosningar þar og ekki heldur í þeirri sveit, er þeir fluttust úr, því að kosning þar fer fram í júnímán., en kjörskrá þar var samin eftir að þeir fluttust úr sveitinni. Á hinn bóginn munu þeir, sem á sama tíma flytjast úr bæ eða sveit, þar sem kosning fer fram í janúar, í sveit þar sem kosning fer fram í júní, verða á kjörskrá á báðum stöðum. Þeir mega að vísu ekki neyta kosningarréttar nema á öðrum staðnum, sbr. 16. gr. 1. nr. 81, 1936. Dæmi: Maður flyzt úr sveit í kaupstað í maí 1953. Hann var ekki á kjörskrá við janúar- kosningar 1954 í bænum, því að þar átti hann ekki heima er kjörskráin var samin í febr. 1953. Kjörskráin við sveit- arstjórnarkosningarnar í júní n. k. var samin í febr. 1954 og verður hann þá vitanlega ekki heldur á kjörskrá í sveit- inni, sem hann fluttist úr. — Ef hann flyzt úr bæ í sveit í maí 1953 er hann á kjörskrá bæjarins við janúarkosning- arnar 1954. Þetta er næsta óeðlilegt og löggjafanum hefur sézt yfir það misrétti, sem hér skapast og talsverð brögð eru að, við hverjar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, og þeir, sem hlut eiga að máli eiga erfitt með að skilja, sem vonlegt er. Hér þarf nauðsynlega að gera bragarbót og sýnist eðlileg- ast, að það yrði með þeim hætti gert, að kjörskrár fyrir hverjar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar væru samdar eftir sama árs manntali. Þessu er ekki svo farið nú. Kjör- skrár fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1954 voru samdar eftir manntali haustið 1952, en kjörskrár fyrir sveitar- stjórnarkosningar í júní 1953 voru samdar eftir manntali haustið 1953. Bezt sýnist tryggt, að allir kosningabærir menn fái kom- izt á kjörskrá, ef kjörskránar eru alls staðar samdar eftir manntali sama árs. Nú er hins vegar talsverður hópur manna við hverjar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, sem hvergi fær neytt atkvæðisréttar af þessum ástæðum og jafnframt nokkrir, sem eru á kjörskrá við bæjar- og 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.