Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 7
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
hefti 1957.
iJJjálmar
VA
ija
ímóóon. ra
duneyliijtjóri
Atvinnuleysistryggingar
I. Elztu ákvæði í íslenzkum lögum um atvinnuleysis
tryggingar, er að finna i lögum um alþýðutryggingar
nr. 26 frá 1. febr. 1936. Samkvæmt 63. gr. þeirra laga
skyldu ýmis stéltarfélög, sem stofuað liöfðu atvinnu-
leysissjóð innan félaganna eiga rétt á staðfestingu ráð-
lierra sjóðnum til handa og hlunnindum samkvæmt lög-
unum að fullnægðum þeim skilyrðum, sem þar voru sett.
Hlunnindin skyldu vera framlög úr ríkissjóði og hlut-
aðeigandi sveitarsjóði eftir því, sem nánar var ákveðið
i 72. gr. laganna. Gerður var munur á atvinnuleysissjóð-
um ófaglærðra daglaunamanna og sjómanna annarsveg-
ar og atvinnuleysissjóðum annarra stéttarfélaga liins
vegar. I fyrra tilvikinu skyldu framlög ríkissjóðs og
sveitarfélaga livors um sig nema 50% greiddra iðgjalda
sjóðfélaganna, þó ekki yfir 6 krónur á ári fyrir hvern
tryggðan mann frá hvorum um sig, ríki og sveitarfé-
lagi. Þannig skyldu hinir tryggðu hera lielming hyrð-
anna, en ríkissjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður fjórð-
ung livor um sig. I síðara tilvikinu skyldu framlög ríkis-
sjóðs og sveitarsjóðs miðuð við veilta atvinnuleysisstyrki.
EJcki er kunnugt um, að stéttarfélögin liafi notfært sér
Tímarit lögfræöinga
1