Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 9
framlög sveitarfélaga og framlag ríkissjóðs. Hinir tryggðu greiða ekki iðgjöld og mun sú skipan atvinnu- leysistrygginga vera næsta fátíð. Atvinnurekendur skulu greiða fjórðung teknanna, sveitarsjóðirnir samtals fjórð- ung og ríkissjóður helming, sbr. 11. og 12. gr. laganna. Iðgjöld atvinnurekendanna eru grundvöllur tekj uöflunar- innar, þar eð framlög sveitarsjóða, samkv. 11. gr. og fram- lag ríkissjóðs, samkvæmt 12. gr., eru miðuð við iðgjalda- greiðslur atvinnurekenda. Hinar árlegu tekjur sjöðsins skulu færdar a sérreikninga hinna jrmsu verkalýðsfélaga, sbr. þó áðurnefnd ákvæði 7. gr. i.f. Stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs skipa sjö menn, tveir tilnefndir af Alþýðusambandi Islánds, einn tilnefndur af Vinnuveitendasambandi Islands og fjórir kosnir af sam- einuðu Alþingi, sjá lög nr. 2, 10. febr. 1957. Á árinu 1957 er framlag ríkissjóðs áætlað 21 millj. króna samkvæmt fjárlögum fyrir það ár, sjá 17. gr. 2. tl. c. Sam- kvæmt því má gera ráð fyrir, að tilfallnar tekjur sjóðsins nemi 42 millj. króna á þessu ári. Meðan atvinnuástand í landinu er svipað og það er og hefur verið siðustu þrjú til fjögur ár, munu bótagreiðslur úr sjóðnum varla verða mjög miklar. Fjársöfnun ætti þvi að verða töluverð hjá hinum nýja atvinnuleysistryggingasjóði. Um ávöxtun sjóðsins segir svo í 3. gr. laganna, að fé hans skuli ávaxtað eftir því, sem við vertíur komið, í láns- stofnunum á þeim stöðum, þar sem það fellur til. Enn segir í sömu grein, að stjórn sjóðsins sé heimilt að ávaxta það fé, sem ætla má, að eigi þurfi að nota til bótagreiðslna, í útlánum eða vaxtabréfum gegn ábyrgð rikissjóðs eða annarri öruggri tryggingu. Lögin segja ekkert um það, til hverra hluta lán skuli veitt, eða bvers konar vaxtabréf sjóðurinn skuli kaupa, ef fé hans verður meira en ætla má, að þurfi til greiðslu bóta. I athugasemdum við frum- varp til laganna segir hins vegar, að eðlilegt sé, að for- gangsrétt hafi lánveitingar, sem ætlaðar eru til varanlegrar Tímarit lögfrœðinga 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.