Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 14
5. Að lokinni samningu iðgjaldaskrár, samkv. 6. gr., skal skattayfirvald skipta heildarupphæð iðgjaldanna eftir starfsgreinum á reikninga liinna einstöku verkalýðsfélaga á staðnum. Skipta skal úr iðgjöldum vegna utansveitar- fólks, sem á heimilisfang á þeim stöðum, sem lög þessi taka til, sem siðan skal skipta eftir starfsgreinum á reikninga hinna einstöku verkalýðsfélaga þar. Samskon- ar skiptingu skulu skráningarstjórar, sbr. 6. gr. 1. mgr., gera. Gera skal skrá um skiptingu þessa, sem siðan skal send Tryggingastofnun ríkisins, sem færir iðgjöldin á sérreikning verkalýðsfélaganna við atvinnuleysistrygg- ingasjóðinn samkvæmt skránni, Þar sem eru fleiri verkalýðsfélög en eitt í umdæmi, skal fulltrúaráð félaganna, eða félögin sameiginlega, sé fulltrúaráð ekki til, fyrir lok hvers árs afhenda skatt- yfirvaldi skrá um þau verlcalýðsfélög, sem starfandi eru í umdæminu, ásamt upplýsingum um, hverjar starfs- greinar heyri til hverju verkalýðsfélagi. Starfsgrein skal tilheyra því verkalýðsfélagi, sem gert hefur samning við atvinnurekendur eða sett launataxta, sem viðurkenndur er, varðandi launagreiðslur í starfsgreininni. Ef t. d. Dagsbrúnarverkamaður ræður sig sem háseta á togara í Reykjavík, skal færa iðgjald, hans vegna, á sérreikn- ing Sjómannafélags Reykjavikur. Á sama hátt skal færa iðgjald, vegna meðlima i Sjómannafélagi Reykjavikur, sem stundar t. d. hafnarvinnu i Reykjavík, á sérreikning Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Ef skattyfirvaldi hefur ekki borizt skrá sú, sem um er rætt í 1. mgr. þessarar greinar fyrir árslok, verða iðgjöld ekki færð á sérreikning félaganna við sjóðinn, en iðgjaldaupphæðin telst þá með stofnfé sjóðsins, ásamt framlagi ríkissjóðs, sbr. framanritað, sjá II. IV. Hlutverk atvinnuleysistryggingasjóðs er að ann- ast greiðslu bóta, sem úthlutað verður, samkvæmt lög- unum. Úthlutun bótanna fyrir hvert félag eða félagasamband 8 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.