Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 15
annast nefnd, sem að meiri hluta er skipuð fulltrúum frá félagi eða_félagasambandi. Hér á eftir verða rakin nokkur þau atriði, sem lögin setja fyrir rétti til bóta. 1. Launþegi skal vera á aldrinum 16—67 ára, sbr. 15. gr. Sá,- sem er yngri en 16 ára, getur ekki öðlazt rétt til bóta og er það i samræmi við ákvæði 4. gr. 2. mgr., þess efnis, að avinnurekandi skuli eigi greiða ið- gjald vegna þeirra, sem yngri eru en 16 ára. Samkvæmt síðustu mgr. 15. gr. skulu þeir, sem eldri eru en 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, sbr. lög nr. 24, 29. marz 1956, 13. gr., eiga rétt til atvinnuleysisbóta. 2. Launþegi skal vera fullgildur meðlimur í verka- lýðsfélagi, sbr. 15. gr. a. Verkalýðsfélagið skal vera í kaupstað. eða kauptúni með 300 íbúa eða fleiri og hafa 20 meðlimi eða fleiri. Verkalýðsfélög með færri meðlimi en 20 teljast þó einnig með, ef þau bafa gert samning við atvinnurekendur um greiðslur til atvinnuleysistrygg- ingasjóðs fyrir gildistöku laganna. Um nánari skilgrein- ingu á orðinu verkalýðsfélag vísast að öðru leyti til 4. gr. 3. mgr. og þess, sem áður er ritað um það atriði, sjá III. l.b., hér að framan. Það mun vera algengt í verkalýðsfélögunum, að með- bmir þeirra séu flokkaðir í tvo bópa, fullgilda félaga og aukafélaga. Hinir siðarnefndu hafa full vinnuréttindi, þ. e. félagsmenn amast ekki að jafnaði við því, þó að þeir stundi vinnu á félagssvæðinu. Hinsvegar hafa aukafélag- ar ekki atkvæðisrétt í málefnum félagsins og hafa ekki kosningarétt eða kjörgengi við stjórnarkjör eða við kosn- ingu annarra trúnaðarmanna. •Þeir, sem skráðir eru aukafélagar, eru t. d. menn, sem eiga annarsstaðar heimili, en stunda vinnu á félagssvæð- inu um óákveðinn tíma. Skólafólk, sem stundar vinnu aðeins í sumarleyfum, mun oftast vera slcráð sem auka- félagar. Þeir, sem vanrækja greiðslu árgjalda til félags- ins, samkvæmt samþykktum þess, munu oftast ekki vera Tlmarit lögfrœöinga 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.