Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Qupperneq 17
hlutunarnefnd úrskurðað bætur frá og með 16. atvinnu-
leysisdegi, biðtíminn er m.ö.o. 15 dagar virkir í þessu
tilviki. Þá er og heimild til þess fyrir úthlutunarnefnd,
að fella niður eða stytta biðtíma þeirra, sem notið hafa
sjúkra- eða slysadagpeninga, samkvæmt III. og IV. kafla
laga nr. 24 29. marz 1956, og verða atvinnulausir, þeg-
ar þær greiðslur falla niður, sbr. 17. gr. 3. mgr. Að und-
anteknum nefndum heimildum, er skilyrðið um 36 at-
vinnuleysisdaga, á síðustu 6 mánuðum ófrávikjanlegt.
Það er ekki skilyrði bótaréttar, að atvinnuleysi sé al-
gert og samfellt. Hinsvegar öðlast enginn bótarétt, sem
ekki hefur verið atvinnulaus a.m.k. samtals 9 daga af
síðustu 18 dögum, sbr. þó heimildina i 17. gr. 3. mgr.
Sá, sem aðeins hefur 4 klst. vinnu á dag i samfellt 18
daga virka, hefur fullnægt þessu skilyrði. Ef atvinnu-
leysi er algert, er því skilyrði fullnægt, þegar liðnir eru
9 dagar virkir. Þegar skilyrði bótaréttar eru uppfyllt
samkvæmt framansögðu, skulu bætur úrskurðaðar fyrir
þá virka daga umfram sex, sem umsækjandi hefur verið
atvinnulaus síðustu 18 daga. Sá, sem öðlast bótarétt sam-
kvæmt lögunum, á þvi þegar rétt til bóta fyrir þrjá daga,
sbr. 17. gr. 1. mgr. Bætur skulu yfirleitt ekki greiddar
fyrir skemmri tíma en þrjá daga, og engum skal greiða
slíkar bætur lengur en fjóra mánuði ár hvert, sbr. 17.
gr. 4. mgr.
Hafi bótaþegi vinnu eftir að hann hefur öðlazt bóta-
rétt, skal við ákvörðun þess dagafjölda, sem greiða skal
bætur fyrir, draga frá einn atvinnuleysisdag fyrir hverja
þrjá daga sem hann hefur vinnu. Dæmi: A. hefur öðl-
azt bótarétt og notið bóta um slceið vegna algers at-
vinnuleysis. Siðan hefur hann 4 klst. vinnu á liverjum
degi i næstu 24 virka daga eða samtals vinnu í 12 daga
virka, en atvinnuleysisdagar verða þá samtals 12. Fyrir
þetta tímabil ber A bætur fyrir 12 -f- 12: 3 = 8 daga. Hafi
hann aðeins haft 3 klukkutima vinnu á dag þetta tima-
bil, verða vinnudagarnir 9, en atvinnuleysisdagarnir 15.
Tímarit lögfræOinga
11