Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 21
vart honum og úrskurða honum bætur þrátt fyrir synjun- ina. Ef hafnað er vinnu i öðru byggðarlagi glatast bóta- réttur ekki fyrr en hlutaðeigandi befur notið bóta í 4 vik- ur. Sama gildir vinnu i annarri starfsgrein. Málara er því t. d. rétt að hafna vinnu við skurðgröft. Bótarétti glatar hann fyrst, vegna slíkrar synjunar, þegar hann hefur not- ið bóta í fjórar vikur. 7. Þeir, sem hafa á siðustu 6 mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr 75% af meðalárstekjum almennra verka- manna eða verkakvenna, ef um konu er að ræða, í heima- byggð síðstliðið ár, skulu eigi fá greiddar bætur. Sérhver vinnumiðlun skal, í samráði við fulltrúa verkamanna og atvinnurekenda, ákveða, um hver áramót, hverjar eru með- alárstekjur verkamanna og verkakvenna á sínu starfs- svæði, sjá 17. gr. reglugerðar nr. 130, 17. sept. 1956, um vinnumiðlun. Hafi umsækjandi á síðustu 6 mánuðum, t. d. á nýlokinni vertíð, haft hærri tekjur en 75% af þannig ákveðnum meðalárstekjum á hann ekki að fá greiddar atvinnuleysisbætur. 8. Þeir, sem dvelja erlendis, skulu ekki fá greiddar at- vinnuleysisbætur samkvæmt íslenzkum lögum, sjá g-lið 16. gr. Rétt er að vekja athygli á því, að samkvæmt milli- ríkjasamningum geta síikir aðilar átt rétt til bóta i dval- arlandinu. Minna má á, að i gildi er sanmingur milli ís- lands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi, sjá lög nr. 53, 9. apríl 1956. 1 14. gr. þessa samnings segir, að sömu skilyrði og reglur gildi fvrir ríkis- borgara annarra samningsríkja og eigin borgara rikisins, að þvi er snertir þátttöku í atvinnuleysistryggingum samn- ingsríkis og greiðslur frá þeim. Þá segir í 15. gr. samnings- ins, að samningaríkin skuldbindi sig til þess að stuðla að því, að þegar launþegi, sem verið hefur í atvinnuleysis- trj'ggingu í öðru ríki, er tekinn inn í tryggingarnar, sé tekið tillit til iðgjaldagreiðslutima lians og starfstima i hlutaðeigandi ríki.í samræmi við nánari skilyrði og reglur, sem settar skulu í sérstökum samningi. Sá samningur hef- Tímarit lögfrœðinaa 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.