Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 23
mann, kr. 30.00 á dag fyrir kvæntan mann og kr. 4.00 á dag fyrir hvert barn, allt að þremur, yngra en 16 ára, sem er á fullu framfæri bótaþega. Þegar þess er gætt, að þess- ar bætur greiðast aðeins fyrir virka daga, er hér um að ræða bætur, sem eru nærri jafnháar slysadagpeningum, samkvæmt 36. gr. almannatryggingalaga. Dæmi: Kvæntur maður með tvö börn nýtur óskertra atvinnuleysisbóta í eina viku. Bætur til hans verða þá: (kr. 30.00 + 2 X kr. 4.00) X 6 X 178 eða samtals kr. 405.84, eða rúmlega 46% af fullu dagvinnukaupi samkvæmt Dagsbrúnartaxta. Upphæð atvinnuleysisbóta má eigi vera hærri en svo, að þær ásamt öðrum tekjum bótaþega nema 75% af al- mennu dagvinnukaupi verkamanna í Reykjavík fyrir 8 stunda vinnu, eða kaupi verkakonu, ef um konu er að ræða, sbr. 2. mgr. 18. gr. Þetta ákvæði er hliðstætt tilsvarandi ákvæðum almannatryggingalaga um slysadagpeninga, sjá 36. gr. 4. mgr. þeirra laga, og um sjúkradagpeninga, sjá 53. gr. 5. mgr. sömu laga. I þessu sambandi er rétt að athuga nánar dæmið, sem nefnt var hér næst á undan. Ef verkamaður sá, sem þar um ræðir, befur aðrar tekjur, sem nema kr. 252,24 á viku, verða samanlagðar tekjur hans kr. 568.08 eða nákvæmlega 75% af vikukaupi hans, kr. 877.44 í dagvinnu, samkvæmt Dagsbrúnartaxta. Ef þessar aðrar tekjur væru t. d. kr. 400.00 á viku, skerðast bætur hans um kr. 400.00 — kr. 252.24 eða um kr. 147.76 og yrðu þá kr. 405.84 — kr. 147.76 eða kr. 258.08. Eigi má gera fjárnám í bótafé samkvæmt lögunum og eigi heldur halda því til greiðslu opinberra gjalda. Reykjavík, 9. júní 1957 Hjálmar Vilhjálmsson. Tímarit lögfr^öinga 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.