Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 24
'iýuröur 'a uróáon, neraóóaomóioflmaóur: Um starfsháttu læknaráðs Læknaráð var sett á stofn með lögum nr. 14 15. maí 1942. Fyrsta málið var lagt fyrir ráðið í desember s. á. og afgreitt í janúar 1943. Árin 1943—1948 voru úrskurðir ráðsins 15 að tölu. Næstu 5 ár, 1949—1953, urðu þeir 44 og 1954 til dagsins i dag (október 1956) 21. Störf læknaráðs hafa því aukizt síðustu árin, og jafn- framt hefur ráðið sætt aukinni gagnrýni, sbr. einkum grein eftir Einar Arnórsson i 2. hefti þessa rits árið 1952, bls. 86—122. Af því efni tel ég ástæðu til að gera stutta grein fyrir skipan læknaráðs og starfsháttum og jafnframt leitast við að leiðrétta ýmsan misskilning, sem ég tel, að gæti í nefndri grein. Læknaráð starfar, eins og áður segir, á grundvelli laga nr. 14 15. maí 1942 (skammst. 1. hér á eftir) og reglu- gerðar nr. 192 24. nóvember s. á. (skammst. rg. hér á eftir). Samkvæmt 1. gr. 1. er læknaráð skipað 7—9 læknum, en þeir eru þesir: 1) Landlæknir, sem er forseti ráðsins, 2) kennarinn í réttarlæknisfræði við háskólann, 3) kennarinn í heilbrigðisfræði við háskólann, 4) kennarinn í lyfjafræði við háskólann, 5) yfirlæknir lyflæknisdeildar Landspitalans, 6) jdirlæknir handlæknisdeildar Landspítalans. 7) yfirlæknir geðveikrahælis rikisins, 8) yfirlæknir Tryggingastofnunar ríkisins, 9) formaður Læknafélags Islands. Verði ráðið á þennan hátt ekki skipað 7 eða 9 mönn- 18 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.