Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Page 25
um, skipar ráðherra lækni eða lækna til viðbótar i ráðið, unz 7 eru, en einn, ef 8 eru fyrii (2. mgr. 1. gr. 1.). Skipan læknaráðs er þanníg bundin við ákveðnar stöð- ur. Samkvæmt því áttu þessir læknar sæti í ráðinu, þegar það var settt á stofn, taldir i sömu röð og að fram- an greinir: Vilmundur Jónsson landlæknir, prófessor Níels Dungal, prófessor Julius Sigurjónsson, Kristinn Stefánsson, prófessor Jón Hj. Sigurðsson, prófessor Guðmundur Thoroddsen, dr. med. Helgi Tómasson, pró- fessor Jóhann Sæmundsson (þá yfirlæknir Trygginga- stofnunar ríkisins) og Magnús Pétursson héraðslækn- ir. Nr. 1, 2, 3, 4 og 7 eiga enn sæti i ráðinu, en aðrir aðrir ráðsmenn eru pröfessor Sigurður Samúelsson, yfir- læknir lyflæknisdeildar Landspítalans, prófessor Snorri Hallgrimsson, yfiflæknir handlæknisdeildar Landspítal- ans, Páll Sigurðsson. yfirlæknir Tryggingastofnunar rík- isins, og Valtýr Albertsson, formaður Læknafélags Islands. Landlæknir er, eins og áður segir, forseti ráðsins. Sam- kvæmt 1. mgr. 1. gr. rg. velur læknaráð úr sínum hópi ritara og vararitara. Fyrsti ritari ráðsins var Jóhann Sæmundsson. Ritari er nú prófessor Júlíus Sigurjónsson og vararitari Valtýr Albertsson. Samkv. 2. mgr. 1. gr. rg. heldur ritari gerðabók læknaráðs í heild og undirskrifar ásamt forseta erindi þau, er hann ritar i umboði ráðsins. Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. rg. er læknaráði heimilt með samþykki ráðherra að ráða starfsmann utan ráðs- ins til að hafa á hendi skjalavörzlu, gerðabókarritun og önnur ritstörf fyrir ráðið. Lárus H. Blöndal, bóka- vörður, gegndi þessu starfi frá upphafi til ársloka 1951, en sá, sem þetta ritar, hefur gegnt því siðan. Samkvæmt 2. gr. rg. starfar læknaráð í þrem þriggja manna deildum: 1. Réttarmáladeild. Hún er skipuð kennaranum i rétt- arlæknisfræði við háskólann, sem er formaður deildar- innar, yfirlækni geðveikrahælis rikisins og yfirlækni hand- læknisdeildar Landspítalans. Tímarit lögfrœðinga 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.