Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 32
segir, getur aðiíi i dómsmáli komið sjónarmiðum sínum á framfæri við dómara, en i málum, sem stjórn heil- brigðismála sendir læknaráði varðandi síðast nefnd at- riði, er ráðinu falin frumrannsókn málsins. Skv. 2. mgr. 6. gr. rg. gerir siðamáladeild einungis tillögur til læknaráðs um afgreiðslu mála, enda er boðið í 2. mgr. 6. gr. 1., að umsögn um aðgerð, framkomu eða hegðun læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna (sbr. 3. mgr. 2. gr. 1.) skuli ætíð borin undir ráðið í heild, þ. e. á formlegum fundi. Tilvitnunin í 3. mgr. 2. gr. 1. tekur af öll tvímæli um það, að síðast nefnd málsgrein (2. mgr. 6. ar. 1.) á ein- ungis við um mál, sem siðamáladeild fjallar um. Siðamáladeild hefur ekki enn fengið neitt mál til meðferðar, og er engin revnsla fengin af starfi hennar. Ég tel, að með framanrituðu hafi ég sýnt fram á, að eftirtalin atriði i fyrr nefndri grein E. A. i þessu riti, 2. hefti 1952, hafi ekki við rök að styðjast. 1) Að skylt hafi verið að bera mál J. Sv. undir liann sjálfan, 2) að bera hefði átt málið undir stéttarfélag J. Sv., 3) að bera hefði átt málið undir læknaráð i heild og 4) að athugavert hafi verið að skýra einstökum ráðs- mönnum frá málinu í síma. Þá er eftir að geta gagnrýni E A. á þvi, að Gunnar læknir Cortes skyldi liafa verið skipaður i réttarmála- deild læknaráðs við afgreiðslu máls J. Sv. í stað próf. Guðmundar Thoroddsen, sem víkja varð sæti. Telur E. A., að Pétur H. Jakobsson, forstöðumaður fæðingardeild- ar Landspítalans, hefði átt að taka sæti þetta sem meiri sérfræðingur en G. Cortes. Próf. Guðmundur Thoroddsen var yfirmaður P. H. Jakobssonar, er framan greint mál var á döfinni, og liefði af þeirri ástæðu verið mjög óviðeigandi að skipa P. H. J. 26 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.