Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Qupperneq 47
framferðis hans sem ökumanns, varhugavert vegna ör-
yggis umferðarinnar, að hann hafi ökuleyfi.
Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis gerzt brotlegur
við 1. eða 2. sbr. 3. og 4. mgr. 25. gr., og skal hann þá
sviptur ökuleyfi eða rétti til að öðlast það. Ef sérstakar
málsbætur eru, má sleppa sviptingu réttinda vegna brota
á 1. og 2. sbr. 3. mgr. 25. gr.
Réttindasvipting skal vera um áicveðinn tíma, eigi skem-
ur en 1 mánuð, eða að fullu og öllu, ef miklar sakir eru
eða um itrekað brot að ræða. Réttindasvipting vegna brota
gegn ákvæðum 2. sbr. 4. mgr. 25. gr., skal þó eigi skemmri
en 1 ár. Ef kærði hefur verið sviptur réttindum um stund-
arsakir samkvæmt ákvæðum 6. mgr. hér á eftir, skal
ákveðið í dómi, hvort sá tími skuli dragast frá endanleg-
um sviptingartíma.
Nú hefur maður verið sviptur ökuleyfi eða rétti til að
öðlast það um lengri tima en 3 ár, og getur þá dómsmála-
ráðlierra, er 3 ár eru liðin frá sviptingunni og sérstalcar
ástæður mæla með þvi, ákveðið, að honum skuli veitt öku-
leyfi af nýju eða réttur til að öðlast það, enda sé sannað,
að liann hafi ekki gerzt brotlegur við áfengislöggjöf um
þriggja ára skeið að undanförnu. Umsókn um endurveit-
ingu ölculeyfis samkvæmt þessari málsgrein, skal fylgja
vottorð tveggja valinkunnra manna um reglusemi og góða
hegðun umsækjanda, áður en ökuleyfi er veitt af nýju,
ef brot gegn 25. gr. hefur valdið ökuleyfissviptingu. Slíkt
leyfi má þó eigi veita sama manni oftar en einu sinni,
nema 6 ár séu liðin frá síðustu réttindasviptingu.
Svipting ökuleyfis eða réttar til að öðlast ökuleyfi, skal
gerð með dómi. Áfrýjun frestar eklci verkun dóms að
þessu leyti.
Nú telur lögreglustjóri, að maður hafi unnið til öku-
leyfissviptingar, og skal hann þá svipta hann ökuleyfi til
bráðabirgða. Ákvörðun lögreglustjóra skal borin undir
úrskurð dómara svo fljótt, sem verða má, og eigi siðar
en viku eftir sviptinguna. Dómari getur breytt úrskurði
Tímarit lögfrceðinga
41