Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 13
um öðrum þjóðum, enda var löggjöfin álitin fullnægja
þeim kröfum, sem Bernarsambandið gerir til aðildarrikja
sinna. Hins vegar er liinni tæknilegu lilið löggjafarinnar
að mörgu leyti áfátt, og auk þess koma fyrir nokkur vafa-
atriði, sem evða mætti með nýrri heildarlöggjöf.
Gagnkvæm liöfundavernd ríkja á milli getur bæði orð-
ið með sérsamningum milli einstakra þjóða og með aðild
að alþjóðasáttmálum. Þegar Island varð fullvalda riki
1918, var það ekki bundið við neinn slikan sérsamning,
og það hefur ekki lieldur gerl neinn sérsamning um liöf-
undarétt siðan. Árið 1944, þegar lýðveldið var slofnað,
stóðu þvi sakir þannig, að bvorki nutu íslenzkir höfund-
ar verndar á verkum sinum i öðrum löndum né erlendir
höfundar liér. Eins og kunnugt er, rituðu ýmsir íslenzkir
höfundar, sem lilutgengir urðu á alþjóðlegan mæli-
kvarða, verk sín á erlendum tungum og gáfu þau út er-
lendis. Með því komu þeir m. a. ritunum undir vernd
á heimsmarkaðinum. Að liinu leytinu gerðist sívaxandi
kurr meðal erlendra rithöfunda, sem urðu fyrir þvi, að
verk þeirra voru þýdd og gefin út liér á landi bótalaust.
Auðsætt var, að þetta ástand gat ekki haklizt til lengdar.
Eftir að rækilega höfðu verið vegin öll rök með og móti,
var svo að þvi ráði horfið, að ísland gerðist aðili að
Bernarsambandinu. \Toru um það sett lög nr. 74 frá 1947,
og gekk sáttmálinn í gildi fyrir ísland 7. september það
ár, sbr. auglýsingu nr. 110 frá 1947.
Svo sem áður var getið, stóðu ýmis lönd utan Bernar-
sambandsins, þar á meðal Bandarikin. Varð þess nú brátl
vart, að þar höfðu einstakir íslenzkir höfundar hags-
muna að gæta. Var þá tekið til atliugunar, hvort Island
ætti að freista þess að koma á sérsamningi við Banda-
rikin um gagnkvæma liöfundavernd. Meðan á þeirri at-
liugun stóð, tók Genfarsáttmálinn gildi, sem Bandaríkin
voru aðili að. Þótti þá haganlegasl, að Island gerðist
einnig aðili að þeim sáttmála. Hafði ríkisstjórnin fengið
lieimild til að sækja um upptöku í Genfarsambandið með
Tímarit lögfræöinga
59