Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 4
mætum. Yiðurkenning og vernd á eignarréttinum er forn
að eðli. Það liefur sennilega orðið mjög snennna i sögu
mannkvnsins, að hver einstaldingur teldi sig eiga betra rétt
en aðrir til þeirra áhalda og tækja, sem hann hafði gert
sér eða aflað, og sama hefur orðið uppi á teningnum, þeg-
ar menn tólcu að reisa sér hýbýli, vrkja landið og yfirleitt
gera sér hin ytri gæði undirgefin. Þessa einstaklingshags-
muni liafa svo samfélögin viðurkennt og verndað, þegar
þau fóru að setja sér lög og rétt. Eignarrétturinn liefur í
öndverðu þótt eðlileg afleiðing af þeirri fyrirhöfn og erf-
iði, sem einstaklingurinn hafði lagt á sig við sköpun verð-
mætanna. Um langan aldur, og raunar mestan hluta af
þeim tima, sem sögur ná til, var eignarrétturinn þó skil-
greindur þannig, að hann næði aðeins til likamlegra hluta,
fasteigna og lausafjár, þ. e. hinna ytri gæða, sem gætu
verið háð mannlegum umráðum og meta mætti til fjár.
Verðmætin þurftu beinlinis að vera áþreifanleg, til þess
að umráð yfir þeim gætu notið lagaverndar.
En það er langt síðan sagt var, að maðurinn lifði ekki
af einu saman brauði, og mannkvnið hefur snemma á
ferli sinum farið að greina á milli líkamlegra og andlegra
verðmæta. Myndlist, tónlist og ljóðagerð eiga rætur sínar
að rekja langt aftur í rökkur eða mvrkur forsögutímans.
Þessi andlegu gæði áttu það sameiginlegt með hinum
líþamlegu, að þau fullnægðu tilteknum þörfum manna og
að sköpun þeirra krafðist tíma og fvrirhafnar. Á sviði
réttarins var þessi skyldleiki þó lengi vel ekki látinn ráða
úrslitum. Höfundum eða skapendum hinna andlegu verð-
mæta var ekki veitt sú vernd á verkum sínum, sem svar-
aði til eignarréttar að líkamlegum lilutum. Það er að visu
auðskilið, að í harðri lifsbaráttu frumstæðra þjóða hafi
hinum likamlegu verðmætum, sem voru ólijákvæmileg
nauðsyn til viðhalds líísins, verið áskilin betri lagavernd
en þeim gæðum, sem fremur mátti telja til munaðar og
ekki urðu látin í askana. Hitt er torskildara, hversu viður-
kenning á höfundarétti gekk seint fram, eftir að sú skoð-
50
Timarit lögfræSinga