Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 10
staðar, t. d. í Bandaríkjunum. Önnur formatriði, svo sem áprentun á bækur um, að öll réttindi séu áskilin, skipta ekki heldur máli um vernd innan Bernarsambandslanda. Fjöldi ríkja hefur gengið i Bernarsambandið, en þó eru þær þjóðir einnig margar, sem ávallt hafa staðið ut- an samtakanna, þar á meðal stórveldi, svo sem Bandarík- in og Ráðstjórnarríkin. Eftir lok síðari heimsst}'rjaldar- innar gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir því, að gerður yrði nýr alþjóðasáttmáli um höfundarétt, einkum í því skyni að ná til ríkja, sem af einhverjum ástæðum höfðu ekki gerzt aðiljar aðBernarsáttmálanum. Á alþjóðlegri ráð- stefnu, sem haldin var í Genf árið 1952, var gerð ný höf- undaréttarsamþykkt, sem nefnd er Genfarsáttmálinn. Gekk hann í gildi árið 1955, eftir að tilskilinn fjöldi ríkja hafði undirritað hann, þar á meðal Bandarikin. Heimilt er hverri þjóð að vera samtímis aðili að háðum sáttmál- unum, en í skiptum tveggja ríkja, sem þannig er ástatt um, skal fara eftir Bernarsáttmálanum. Það yrði of langt mál að gera hér samanburð á ákvæð- um sáttmálanna. Þess skal einungis getið, að samkvæmt Genfarsáttmálanum hafa aðildarrikin rétt til að gera verndina háða formskilyrðum, þar á meðal opinberri skráningu hugverka. Þó skal lita svo á, að formskilvrð- um sé fullnægt gagnvart öðrum aðildarríkjum, ef öll ein- tök verksins bera frá fyrstu birtingu nafn rétthafa, ártal fyrstu birtingar og auk þess á áberandi stað einkennis- stafinn (c) (sem merkir copyright). I öðru lagi er sá munur, að samkvæmt Bernarsáttmálanum skal verndar- tímabilið almennt teljast ævi höfundar og 50 ár eftir and- lát hans, en eftir Genfarsáttmálanum lýkur verndinni 25 árum eftir dauða höfundar. En hafi eitthvert Genfarsam- handsríki lengra verndartimahil, skal þó eftir þvi farið, þegar verndar er krafizt þar. I sögu höfundaréttarins hefur enginn einstakur við- burður haft jafnmikil áhrif á þróun hans og tilkoma Bern- arsambandsins árið 1886. Nú var höfundum víða í fyrsta 56 Tímarit lögfrœöinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.