Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 21
samband þykir ekki mega rjúfa. Ef ekki væri lieimilt að
birta ljóðið, mundi það draga úr gildi tónverksins, og er
þvi hér gerð takmörkun á einkarétti ljóðskáldsins til hags-
muna fyrir tónskáldið. Heimildin nær aðeins til prentun-
arinnar, en fyrir flutning ljóðs og lags á höfundur ljóðs-
ins rétt til þóknunar ásamt tónskáldinu. Þá er einnig
lieimilt, þegar söngskemmtanir eru haldnar, að prenta
á söngskrá texta við lög þau, sem syngja skal.
Htlán bóka og rita til almennings frá opinberum bóka-
söfnum hafa tíðkazt bæði hér og erlendis. Þetta hefur
ýmsum höfundum orðið þjTnir i augum. Telja þeir út-
lán bóka heyra undir dreifingu á þeim i víðtækari merk-
ingu þess orðs og draga úr bókakaupum. Eru þess jafn-
vel dæmi erlendis, að höfundar hafi látið prenta á bæk-
ur sínar bann við því, að þær væru lánaðar út frá bóka-
söfnum. Á liinn bóginn hefur því verið haldið fram, að
útlán bóka auki lestraráhuga almennings og skapi með
bonum þá bókhneigð, sem sé skilyrði fyrir vexti og við-
gangi bókasölunnar. Hvað sem um þetta má segja, mun
almennt viðurkennt, að bókaútlán sé svo mikið menning-
aratriði, að ekki lcomi til mála að draga úr þeirri starf-
semi. í sumum iöndum liafa komið fram tillögur um, að
höfundar verði látnir njóta hagnaðar af útlánastarfsem-
inni, og þá helzt með þeim hætti, að stofnaður vrði sjóð-
ur, sem höfundum kæmi almennt að notum. Gæti það
orðið annaðhvort með því, að tekið væri smávægilegt
gjald fvrir útlánin, eða með beinum greiðslum af opin-
heru fé. Hvergi mun þetta þó hafa komið til framkvæmdar.
Takmarkanir þær á einkarétti höfunda, sem hér hefur
verið getið, taka aðallega til hókmennta og tónlistar, en
siður til annarra listgreina. Um opinbera sýningu á lista-
verkum gildir það samkvæmt liöfundalögunum, að sýna
má án levfis höfundar verk, sem eru i eign opinherra safna
og svo einkasafna, sem opin eru almenningi samkvæmt
staðfestri reglugerð. Að öðru leyti hefur höfundur einka-
Timarit lögfrceöinga
67