Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 57
Þær voru sammála um, að annarri gangastúlku en H. gæti
ekki verið til að dreifa, og kvaðst H. eklci geta véfengt
framburð M. að þessu leyti, þó að hún myndi ekki eftir
atvikinu. Þótti því verða að leggja til grundvallar fram-
burð M. um það, að hún hafi beðið gangastúlku þessa að
láta hitapoka og teppi í rúm N. og að gangastúlkan liafi
siðan sett í rúmið óvarinn hitapoka. Næsta morgun kom
i ljós, að N. hafði hlotið allmikil hrunasár á fótum. Þótti
sýnt, að sár þessi liefði hann hlotið af umræddum hita-
poka. N. kvaðst telja, að ekki hafi liðið nema örskammur
tími, eða i mesta lagi 3 minútur, frá því gangastúlkan lét
hitapokann í rúmið, og þar til hún hafi farið inn í sjúlcra-
herbergi N. og athugað um hitapokana og hagrætt þeim.
Tveir pokar, sem lagðir voru i rúmið um morguninn,
liafi verið orðnir kaldir, en þriðji pokinn hafi verið lieit-
ur og óvafinn. Hafi hún þegar vafið pokann og eftir
það geti hann ekki hafa hrennt fætur N. M. kvaðst ekki
hafa athugað, hvort nokkuð sást á fótum N., er hún hag-
ræddi pokanum, enda hafi henni ekki komið til hugar,
að nokkuð væri athugavert, þar sem N. hafi ekki virzt
snerta pokann, sem óvafinn var. Hjúkrunarkonan fór af
sjúkrahúsinu kl. 20.00 um lcvöldið, og hafði hún þá ekki
orðið vör við brunasár á fótum N. Ivvaðst hún þó, áður
en hún fór, hafa þvegið honum um fætur með sprittblöndu.
Aftur á móti kvaðst hún þegar næsta dag hafa séð bruna-
sár á fótum N. og hafi G. þá skoðað fætur hans og veitt
þeim umhúnað.
G. kvaðst ekki hafa vitað um brunasár N., fjTrr en um
kvöldið eftir aðgerðina eða næsta dag. Þá hafi hann orðið
þess var, að brunasár voru á báðum kálfum hans á nokkru
svæði og hafi þar verið um annars stigs bruna að ræða,
en i upphafi hafi ekki verið hægt að sjá fyrir, hve illkynj-
uð þau mjmdu verða. G. hafði verið læknir N. um langt
skeið, er þetta gerðist, áður framkvæmt á honum þrjár
skurðaðgerðir vegna nýrnasteina. Hann kvað N. hafa ver-
ið mjög hætt kominn eftir umrædda skurðaðgerð. Hann
Tímarit lögfrœöinga
103